Category: Fréttir

Hreint tekur þátt í mottumars

Mottumars 2022

Markmið Mottumars er að skapa vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og afla fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hreint styður að sjálfsögðu þetta frábæra framtak með styrk og sokkakaupum og hvetur alla til að taka þátt. Hægt er að fara á vefsíðu Krabbameinsfélagsins og versla úr vefverslun til að styðja… Read more »

Komdu í veg fyrir tjón á gólfefnum

Veturinn er heldur betur að minna okkur á tilveru sína þessa dagana. Vetrartíðinni fylgir slabb, bleyta, sandur og salt sem berst inn á gólf fyrirtækja og stofnana og eykur álag á gólfefnin sem þar eru. Slabbið og bleytan getur eyðilagt parket og sandur og salt geta gert ljóta bletti í dúka og önnur gólfefni. Aðgerðaleysi… Read more »

Lágmarkaðu þrifin á vinnustaðnum

Öll viljum við hafa hreint og þrifalegt í kringum okkur. En þrifin gera sig ekki sjálf og það þarf útsjónarsemi og gott skipulag til að halda fyrirtækinu hreinu og þrifalegu. Ef allir leggjast á eitt þurfa þrifin ekki að vera svo mikið mál. Sérstaklega ekki ef þau eru gerð reglulega og með skipulögðum hætti með… Read more »

Þakklát fyrir tryggð starfsfólks

Við hjá Hreint erum stolt af því að hjá okkur starfar margt starfsfólk við þrif með háan starfsaldur. Árlega heiðrum við starfsfólk okkar sem á starfsaldursafmæli og er þá miðað við 5, 10, 15 ár og svo framvegis. Rétt fyrir jól veittum við 13 starfsmönnum viðurkenningu fyrir 5 og 10 ára starf. Fengu þeir gjafakörfur… Read more »

Lágmarkaðu smithættu á vinnustaðnum með sóttvörnum og þrifum

Hreint er traustur og öflugur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana um bætt hreinlæti, betri sóttvarnir og umhverfisvænar lausnir á vinnustöðum þegar kemur að ræstingum og þrifum. Við getum aðstoðað þig við að lágmarka smithættu á vinnustaðnum þínum með fljótlegum, skilvirkum og öruggum hætti: Regluleg sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum er fljótleg og örugg leið til að ná… Read more »

Kveðjukaffi fyrir 30 ára starfsaldur

Kveðjukaffi

Guðlaug Jóhannesdóttir hóf störf hjá Hreint árið 2005 en hætti hjá okkur fyrr á árinu eftir tæplega 16 ára starf og Robert Ryba lætur af störfum á næstu dögum eftir rúmlega 14 ára starf. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir vel unnin störf í gegnum árin og frábærar stundir. Á sama tíma óskum við þeim… Read more »

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Hreint ehf - Framúrskarandi Fyrirtæki

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2021 Sjöunda árið í röð fær Hreint viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki. Það er okkur mikill heiður að vera í úrvalsliði þeirra fyrirtækja sem standast strangar kröfur Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021. Við hljótum þessa viðurkenningu nú sjöunda árið í röð og staðfestir hún góðan rekstrarárangur Hreint og frábæra vinnu… Read more »

Hreint hlýtur jafnlaunavottun

Hreint er jafnlaunavottað fyrirtæki árið 2021

  Hreint hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunakerfi Hreint er ætlað að stuðla að því að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf fái jöfn laun og að ákvarðanir… Read more »

Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Hreint ehf - Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Hreint er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2021 samkvæmt skilgreiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Við erum sérlega stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu, fimmta árið í röð, en hún staðfestir fyrirmyndarrekstur Hreint og góða vinnu starfsfólks. Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þarf að uppfylla ýmis ströng skilyrði, s.s. að… Read more »