Fréttir

Lágmarkaðu smithættu á vinnustaðnum með sóttvörnum og þrifum

Fyrirtæki þurfa að huga vel að hreinlæti og sóttvörnum á vinnustöðum sínum og lágmarka smithættu. Það er á ábyrgð vinnuveitenda að starfsfólk geti fundið sig öruggt á vinnustaðnum sínum og að viðskiptavinir sem sækja fyrirtæki og stofnanir heim geti treyst því að þar sé vel hugað að sóttvörnum og hreinlæti.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

5. janúar 2022

Hreint er traustur og öflugur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana um bætt hreinlæti, betri sóttvarnir og umhverfisvænar lausnir á vinnustöðum þegar kemur að ræstingum og þrifum.

Við getum aðstoðað þig við að lágmarka smithættu á vinnustaðnum þínum með fljótlegum, skilvirkum og öruggum hætti:

  • Regluleg sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum er fljótleg og örugg leið til að ná árangri í að draga úr smithættu milli fólks á vinnustaðnum án mikils kostnaðar eða undirbúnings. Samhliða góðum árangri veitir það fólki hugarró að sjá og upplifa vel skipulögð og árangursrík þrif á þessum smitleiðum.
  • Aukin ræstingartíðni er skilvirk og auðveld leið fyrir þá sem kjósa ekki daglega- eða reglulega sótthreinsun. Aukin tíðni afþurrkunar með sápu hefur til dæmis gefið góðan árangur í baráttunni við veiruna, ekki síður en sótthreinsunin. Bætt hreinlæti og aukin þrif stuðla að betri heilsu starfsfólks og viðskiptavina og veita öryggistilfinningu.
  • NanoSeptic sjálfhreinsandi snertifletirnir eru bylting í sóttvörnum á sameiginlegum snertiflötum en vörurnar hreinsa sig sjálfar á örskotsstundu og gera það með öruggum hætti, án allra eiturefna. NanoSeptic vörurnar eru tímamóta lausn sem draga úr smithættu, bæta hreinlæti, minnka veikindi og auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina.
  • Dauðhreinsun eftir að smit kemur upp er nákvæm og áhrifarík aðgerð fyrir kröfuharða vinnustaði þar sem þörf er á mjög mikilli hreinsun. Aðgerðin er einföld í framkvæmd þar sem sótthreinsandi mistur smýgur um svæðið og dauðhreinsar alla fleti sem það kemst í snertingu við.

Það sem fyrirtækið þitt getur gert til að lágmarka smithættu á vinnustaðnum er:

  • Hólfaskipta vinnusvæðum til að takmarka smithættu milli rýma. Þannig er hægt að trygga áframhaldandi starfsemi hópa ef smit kemur upp.
  • Stuðla, ýta undir og tryggja persónulegt hreinlæti hvers og eins, til dæmis með því að bjóða upp á grímur, handspritt og sápu.
  • Fara eftir gildandi takmörkunum og lögbundnum reglum varðandi fjölda einstaklinga í sama rými, nálægðarmörk, grímunotkun og sóttvarnir.

Baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er ekki lokið og hún mun valda áframhaldandi óvissu og truflun á starfsemi fyrirtækja. Með áherslu á sóttvarnir í fy getum við saman gert ráðstafanir til að hemja útbreiðslu smita og dregið þannig úr álagi á heilbrigðiskerfið og tryggt áfallaþol og órofinn rekstur fyrirtækisins.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt hreinlæti fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.