Fréttir

Lágmarkaðu þrifin á vinnustaðnum

Öll viljum við hafa hreint og þrifalegt í kringum okkur. En þrifin gera sig ekki sjálf og það þarf útsjónarsemi og gott skipulag til að halda fyrirtækinu hreinu og þrifalegu. Hér koma nokkur ráð sem geta aðstoðað við þrif, byggt á 40 ára reynslu okkar í að ræsta fyrirtæki.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

16. febrúar 2022

Öll viljum við hafa hreint og þrifalegt í kringum okkur. En þrifin gera sig ekki sjálf og það þarf útsjónarsemi og gott skipulag til að halda fyrirtækinu hreinu og þrifalegu. Ef allir leggjast á eitt þurfa þrifin ekki að vera svo mikið mál. Sérstaklega ekki ef þau eru gerð reglulega og með skipulögðum hætti með þátttöku sem flestra, en þannig má í raun lágmarka þrifin á vinnustaðnum.

Til dæmis er hægt að koma upp skipulagi eða umgengisreglu um að starfsfólk gangi sjálft frá leirtaui alla leið ofan í uppþvottavélina eða vaski upp eftir sig sjálft. Eldhúskrókurinn eða kaffistofan gæti jafnframt verið í umsjón valinn starfsmanna í ákveðin tíma í senn yfir vikuna. Það gæti líka verið ágæt umgengisregla að starfsfólk fari úr skóm á skilgreindu svæði og noti inniskó ef hægt er til að minnka að óhreinindi berist inn og um alla skrifstofuna. Þetta á sérstaklega við þegar vetur og vont veður er með tilheyrandi bleytu, slabbi, sandi og salti. Einnig má fjarlægja ruslafötur við skrifborð og hafa sameiginlegar flokkunartunnur á skilgreindum svæðum. Gott er að hafa skipulag á því hverjir tæma tunnurnar hverju sinni. Þá er hægt að halda árlega svokallaðan þrifdag þar sem verkefnið er að þrífa allt hátt og lágt og sérstaklega staði sem sjaldan eru þrifnir.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.