Fréttir

Komdu í veg fyrir tjón á gólfefnum

Veturinn er heldur betur að minna okkur á tilveru sína þessa dagana. Vetrartíðinni fylgir ýmsar hættur sem auka álag á gólfefnin en við eigum nokkur góð ráð til að minnka líkur á tjóni.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

22. febrúar 2022

Veturinn er heldur betur að minna okkur á tilveru sína þessa dagana. Vetrartíðinni fylgir slabb, bleyta, sandur og salt sem berst inn á gólf fyrirtækja og stofnana og eykur álag á gólfefnin sem þar eru. Slabbið og bleytan getur eyðilagt parket og sandur og salt geta gert ljóta bletti í dúka og önnur gólfefni. Aðgerðaleysi getur valdið talsverðu tjóni á gólfinu.

Við höfum tekið saman nokkur góð ráð til að minnka líkur á því að tjón verði á gólfefnum:

  • Reglubundnar og vandaðar ræstingar og þrif á dagvinnutíma er góður kostur sem tryggir að gólf eru hrein þegar starfsfólk og gestir eru á staðnum.
  • Til að mæta auknu álagi getur verið gott að auka tíðni þrifa tímabundið á svæðum þar sem ágangur er mestur.
  • Góð gólfmotta í anddyrinu eða þar sem ágangur er mestur getur gert gæfumuninn í að koma í veg fyrir að bleyta, sandur og snjór berist um allt. Athugið að nauðsynlegt er að hreinsa mottuna reglulega því ef það er ekki gert hættir hún að gera sitt gagn.
  • Fataslá sem staðsett er nálægt útidyrum getur dregið úr óhreinindum. Á hana getur starfsfólk og gestir fyrirtækisins hengt yfirhafnir sínar. Nauðsynlegt er að hafa mottu undir fataslánni sem tekur við snjó og bleytu.
  • Hægt er að hvetja starfsfólk til að fara úr útiskóm á tilgreindu svæði og biðja það um að nota inniskó, ef þess er kostur. Árangur þrifa stóreykst við þetta.

Eitt af því fyrsta sem viðskiptavinir taka eftir þegar þeir koma inn í fyrirtæki er hversu hreinlegt það er. Fyrir þá endurspeglar það áreiðanleika og gæði þjónustunnar sem vænta má frá fyrirtækinu. Gott viðhald og þrif gólfefna getur haft veruleg áhrif á viðskipti, vellíðan starfsfólks og verðmæti húsnæðisins í framtíðinni.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt hreinlæti fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.