Fróðleikur

Græn ræsting

Flest fyrirtæki vinna markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni. Kaup á ræstingaþjónustu er þar engin undantekning og hafa fyrirtæki í auknum mæli kosið að velja Svansvottaða ræstingaþjónustu, græna ræstingu, til að samræmast sjálfbærnimarkmiðum sínum og stuðla að heilbrigðara vinnuumhverfi.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

27. mars 2024

Flest fyrirtæki vinna markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni. Kaup á ræstingaþjónustu og þrifum er þar engin undantekning og hafa fyrirtæki í auknum mæli kosið að velja Svansvottaða ræstingaþjónustu, græna ræstingu, til að samræmast sjálfbærnimarkmiðum sínum og stuðla að heilbrigðara vinnuumhverfi.

Með því að velja Svansvottaða græna ræstingaþjónustu getur fyrirtækið þitt dregið úr umhverfisáhrifum starfseminnar þar sem efnanotkun er stillt í hóf, umhverfisvottuð efni eru notuð til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og úrgangur er flokkaður. Viðskiptavinir sem kjósa græna ræstingu geta jafnframt fengið upplýsingar um efnanotkun við þrif svo þeir geti staðið skil á því yfir í sitt græna bókhald.

Við höfum boðið upp á Svansvottaða ræstingaþjónustu frá árinu 2010 en með henni stuðlum við að jákvæðu, heilsusamlegu og vistvænu vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja.