Mottumars 2022
Fréttir

Hreint tekur þátt í mottumars

Hreint tekur þátt í Mottumars í ár en það er árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

11. mars 2022

Markmið Mottumars er að skapa vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og afla fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hreint styður að sjálfsögðu þetta frábæra framtak með styrk og sokkakaupum og hvetur alla til að taka þátt.

Hægt er að fara á vefsíðu Krabbameinsfélagsins og versla úr vefverslun til að styðja við það frábæra starf sem unnið er hjá Krabbameinsfélaginu.