Fréttir

Þakklát fyrir tryggð starfsfólks

Rétt fyrir jól veittum við 13 starfsmönnum viðurkenningu fyrir 5 og 10 ára starf. Viðurkenningarnar eru að jafnaði veittar á árlegu jólakaffi Hreint sem haldið er í desember en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu síðustu tvö ár hefur það því miður ekki verið hægt.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

17. janúar 2022

Við hjá Hreint erum stolt af því að hjá okkur starfar margt starfsfólk við þrif með háan starfsaldur. Árlega heiðrum við starfsfólk okkar sem á starfsaldursafmæli og er þá miðað við 5, 10, 15 ár og svo framvegis. Rétt fyrir jól veittum við 13 starfsmönnum viðurkenningu fyrir 5 og 10 ára starf. Fengu þeir gjafakörfur og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Hreint.

Það er gaman að segja frá því að frá árinu 2008 höfum við veitt rúmlega 100 viðurkenningar til starfsfólks okkar sem náð hafa ákveðnum starfsaldri. Viðurkenningarnar eru að jafnaði veittar á árlegu jólakaffi Hreint sem haldið er í desember en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu síðustu tvö ár hefur það því miður ekki verið hægt.

Traust og hæfileikaríkt starfsfólk er eitt af grunnstoðum Hreint og hefur starfsfólk okkar löngum sýnt fyrirtækinu mikla tryggð. Fyrir það erum við þakklát.