Vefkökustefna

Um vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni þegar þú heimsækir vefsíðu. Vefkökur frá fyrsta aðila (e. first-party cookies) koma frá léni vefsíðunnar sem þú heimsækir. Vefkökur frá þriðja aðila (e. third-party cookies) eru vefkökur sem koma frá öðrum lénum.

Vefkökur á vefsíðu Hreint

Vefsíða Hreint notar bæði vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila.

Fyrstu aðila vefkökur

Vefsíða Hreint notar fyrstu aðila vefkökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni síðunnar. Vefsíða Hreint notar einnig fyrstu aðila vefkökur sem safna tölfræðiupplýsingum um notkun síðunnar.

Þriðju aðila vefkökur

Vefsíða Hreint notar einnig þriðju aðila vefkökur. Til að mynda nýtir Hreint þjónustu Google Analytics til vefmælinga. Upplýsingar sem notaðar eru í þessum tilgangi eru t.d. tegund vafra og stýrikerfis notenda, fjöldi og lengd heimsókna og ferðalag notenda. Við notum þessar upplýsingar til að bæta upplifun notenda.

Slökkva á vefkökum

Notendur geta breytt stillingum í vafranum sínum til að slökkva á notkun þeirra vefkakna sem eru ekki nauðsynlegar fyrir virkni síðunnar. Þá geta notendur jafnframt eytt vefkökum í stillingunum. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig notendur geta breytt vefköku stillingum í nokkrum algengum vöfrum:

Hugbúnaður

Þessi síða er að nota hugbúnað sem er í umsjá https://www.Testa.is við markaðssetningu. Testa ehf er með aðstöðu á Eiðistorgi 13-15 170 Seltjarnarnesi. Hugbúnaðar á vegum Testa ehf flettir upp gögnum um fyrirtæki sem heimsækja vefinn: nafni, url, lýsingu á fyrirtæki, tölvupóstfangi fyrirtækis og í sumum tilvikum SIC code.

Það sýnir hvaða síður eru skoðaðar, hve lengi er dvalið á hverri síðu. Gögnin geta ekki greint einstaklinga eða hvaða einstaklingur heimsótti vefinn. Þó að IP addressur sé safnað þá eru þær gerðar óþekkjanlegar strax eftir söfnun.

Hýsing á gögnum er í London á Tier III vefþjónum sem eru vottaðir af ISO27001:2013 með tilliti til gagnaöryggis. Skýjaþjónustan er á N3 neti. Hún hefur 24/7 þjónustu. Þjónustan er í rekstri hjá fullmönnuðu teymi sem sinnir gagnaöryggi og tryggir að ávallt sé unnið eftir nýjustu öryggiskröfum.