Hreint ehf - Framúrskarandi Fyrirtæki
Uncategorized @is

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Sjöunda árið í röð fær Hreint viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki og staðfestir hún enn og aftur frábæra vinnu starfsfólks og góðan rekstrarárangur Hreint.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

19. október 2021

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Sjöunda árið í röð fær Hreint viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki.

Það er okkur mikill heiður að vera í úrvalsliði þeirra fyrirtækja sem standast strangar kröfur Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021. Við hljótum þessa viðurkenningu nú sjöunda árið í röð og staðfestir hún góðan rekstrarárangur Hreint og frábæra vinnu starfsfólks.

Í 12 ár hefur Creditinfo mælt heilbrigði íslenskra fyrirtækja þegar kemur að lykiltölum í rekstri. Að jafnaði standast aðeins 2% fyrirtækja þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja sem þýðir að þau eru komin í úrvalshóp. Árangurinn er mikilvægur fyrir fyrirtækin sjálf og hagkerfið í heild. Traust fyrirtæki eru grunnurinn að hraustu samfélagi.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem skoða má hér.

Vertu í viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki

Það er sérlega ánægjulegt að Hreint uppfylli öll skilyrðin og sé á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021. Það er okkar markmið að gera betur á allan hátt, hvort sem það er í þjónustu og samskiptum við okkar viðskiptavini, samskiptum við okkar frábæra starfsfólk, eða með hagkvæmum rekstri fyrirtækisins. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut – að bjóða upp á fyrirmyndar og framúrskarandi þrif og ræstingar!

Hafðu samband við sérfræðinga okkar og komdu í viðskipti við fyrirmyndar og framúrskarandi fyrirtæki.