Fréttir

Viðurkenning fyrir að vera Mannauðshugsandi fyrirtæki 2023

Á dögunum hlutum við þessa frábæru viðurkenningu en einn af okkar lykilmælikvörðum í að mæla árangur okkar sem fyrirtæki er að fylgjast með starfsumhverfinu og starfsánægju hjá starfsfólki.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

3. janúar 2024

Við höfum hlotið viðurkenningu fyrir að vera Mannauðshugsandi fyrirtæki árið 2023!

Til að öðlast viðurkenningun þarf fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði HR Monitor en meðal þeirra er; að hafa á 12 mánaða tímabili:   

  • Hafa keyrt mannauðsmælingar 4-12 sinnum á árinu 
  • Hafa upplýst starfsfólk reglulega um niðurstöður  
  • Hafa veitt stjórnendum innsýn og upplýsingar um árangur

Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á mannauðsmál en með reglulegum mælingum könnum við líðan, starfsanda, starfsþróun og aðra mikilvæga þætti hjá okkar starfsfólki ásamt því að óska eftir endurgjöf á stjórnendur. Með þessu náum við að fylgjast við með starfsumhverfinu og starfsánægju. Þetta er eitt lykilatriði til að mæla okkar árangur sem fyrirtæki.