Höfuðstöðvar Hreint Auðbrekku 8
Fréttir

Nýjar höfuðstöðvar í Kópavogi

Í dag flytjum við, í fyrsta skipti í 40 ár, í nýjar höfuðstöðvar okkar á höfuðborgarsvæðinu að Vesturvör 11 í Kópavogi.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

1. mars 2024

Við höfum lagt upp með að nýja húsnæðið verði eins konar sýningargluggi fyrir hvernig best sé að skipuleggja ræstingar húsnæðis með tilliti til einföldunar, umhverfis og árangurs. Einnig er tekið stórt skref í gerð aðstöðu fyrir verklega kennslu starfsfólks og þá verður stórt vöru- og þvottahús tekið í notkun sem útbúið er nýjustu vélum og tækjum. Samhliða þessu öllu munum við leitast við að hafa snjallar lausnir í hverju horni. Á sama tíma kveðjum við Auðbrekku 8 sem hefur hýst okkur í 40 ár.

Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur í nýjum höfuðstöðvum okkar á höfuðborgarsvæðinu að Vesturvör 11.