Month: október 2020

Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020

Fyrirmyndarfyrirtæki í resktri 2017-2020

Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020 samkvæmt skilgreiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Við erum afar stolt af því að hljóta þessa viðurkenninguna, fjórða árið í röð, en hún staðfestir fyrirmyndarrekstur Hreint og góða vinnu starfsfólks. Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þarf að uppfylla ýmis ströng skilyrði, s.s. að… Read more »

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Sjötta árið í röð er Hreint framúrskarandi

Hreint er í úrvalsliði þeirra sem standast kröfur Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2020 og hefur fengið viðurkenningu þess efnis. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna, sjötta árið í röð. Hún staðfestir góðan árangur fyrirtækisins og frábæra vinnu starfsfólks. Í ellefu ár hefur Creditinfo mælt heilbrigði íslenskra fyrirtækja þegar kemur að lykiltölum… Read more »

Jenny Elisabet er nýr sölufulltrúi hjá Hreint

Hreint auglýsti nýverið eftir nýjum sölufulltrúa í hópinn. Alls bárust 120 umsóknir um starfið. Jenny Elisabet er að klára BA gráðu í íslensku sem annað mál frá Háskóla Íslands. Hún er fædd í Svíþjóð en hefur búið á Íslandi frá árinu 2008 og talar reiprennandi íslensku. Síðastliðin fjögur ár hefur hún starfað sem rekstrarstjóri, fyrst… Read more »

Láta af störfum eftir áratuga starf

Um mánaðamótin urðu tímamóti í sögu Hreint þegar Gestur Þorsteinsson og Marteinn Jónsson luku starfsævi sinni hjá fyrirtækinu. Gestur gerðist meðeigandi að Hreint og hóf þar störf árið 1984 eða fljótlega eftir stofnun þess árið 1983. Marteinn hóf störf stuttu eftir það. Hver á sínu sviði hafa þeir átt farsælan feril, reynst fyrirtækinu vel og… Read more »