Month: desember 2015

Hreint óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs

Árið 2015 er að renna sitt skeið og árið 2016 að taka við. Starfsfólk Hreint þakkar landsmönnum og viðskiptavinum fyrir samskiptin á árinu og óskar þér farsældar á nýju ári. Megi nýja árið færa ykkur yl, hlýju og gleði. Með nýárskveðju frá Hreint.

Starfsfólk Hreint óskar þér gleðilegra jóla

Jólahátíðin er að renna í garð og vonandi flestir búnir að gera hreint hjá sér fyrir hátíðina. Við óskum þess að sem flestir geti átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum yfir jólin og geri vel við sig og sína með mat og drykk. Ef þú átt í vandræðum með þrifin á heimilinu eða lendir… Read more »

Húsráð: Svona fægir þú silfrið fyrir jólin

Nú er heldur betur farið að styttast í jólin. Flestum finnst eins og jólin komi ekki nema búið sé að þrífa heimilið hátt og lágt. Á jólunum er silfurborðbúnaðurinn dreginn fram á sumum heimilum. En ekki er hægt að setjast við veisluborð nema búið sé að fægja silfrið. Við viljum öll að þrif séu upp… Read more »

Gaman í jólakaffi Hreint

Starfsmenn Hreint og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á starfsstöðvum sínum víða um landi í síðustu viku þegar við hjá Hreint buðum í árlegt jólakaffi. Það hefur alltaf verið góð mæting í jólakaffi Hreint og árið í ár var engin undantekning. Í jólakaffinu var sem fyrr allt gert fyrir börn starfsmanna. Börnin skreyttu piparkökur… Read more »

Starfssemi Hreint 08. des

Lítil röskun ætti að vera á starfssemi Hreint á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið en samkvæmt upplýsingum ætti mesta veðrið að vera gengið yfir klukkan 08 og samgöngur að hefjast með eðlilegum hætti uppúr því. Við biðjumst á velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið okkar viðskiptavinum og þökkum auðsýndan skilning.

Viðbrögð vegna óveðurs

Í samræmi við veðurviðvaranir frá Almannavörnum, Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra þá munu ræstingar hjá Hreint falla niður eftir kl. 17 í dag og eitthvað frameftir morgundeginum. Þetta er gert til að tryggja sem best öryggi starfsmanna okkar og í samræmi við aðvaranir tilbærra aðila. Vonast er eftir því að strax í fyrramálið verði veður orðið… Read more »

Mundu að þvo þér um hendurnar

Einstaklingar eiga samneyti við marga á hverjum degi og algengt er að fólk heilsist með þéttu handabandi. Á sama tíma og gott handaband er merki um innileika og hlýju þá er það ein af helstu smitleiðunum fyrir pestir af ýmsum toga. Handaband og lélegur handþvottur getur verið ein af ástæðum þess að fólk veikist í… Read more »

Laust starf á lager

Hreint ehf. óskar eftir starfsmanni á lager. Í starfinu felst vinna á vörulager og þvottahúsi, útkeyrsla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Leitað er að starfsmanni sem er þjónustulundaður, skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og með góða almenna tölvukunnáttu. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri, tala íslensku, hafa bílpróf  og vera… Read more »