Category: Fréttir

Betri sóttvarnir á vinnustöðum

Tölva með grímu á lyklaborði

Betri sóttvarnir á vinnustöðum Ný bylgja kórónuveirufalaldurs hér á landi er áminning um að baráttan við veiruna er hvergi nærri lokið. Áfram mun veiran hafa truflandi áhrif á starfsemi fyrirtækja og þess vegna er mikilvægt að hugað sé vel að sóttvörnum á vinnustöðum og að fyrirtæki hafi viðbragðsáætlanir sínar í lagi til að tryggja órofa… Read more »

Þrif og sóttvarnir helsta áhyggjuefni starfsfólks

Þrif og ræstingar eru okkar sérgrein síðustu 40 ár.

Hreint vinnuumhverfi eykur öryggi Heimsfaraldur kórónuveiru hefur varpað ljósi á mikilvægi hreinlætis og hvers vegna hreint og þrifalegt umhverfi er nauðsynlegur þáttur í lífi okkar allra. Í nýlegri könnun sem var framkvæmd á Norðurlöndunum, um áhrif kórónuveirufaraldursins á hreinlæti og líðan starfsfólks á vinnustöðum, kemur margt áhugavert í ljós. Samkvæmt könnuninni hefur hátt í 60%… Read more »

Hreint styrkir Parkinsonsamtökin

Hreint heldur árlega golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara. Mótið í sumar fór fram á Urriðavelli og var það vel sótt að venju. Keppnin var skemmtileg og spennandi frá upphafi til enda en að lokum stóð Guðmundur Stefán Jónsson uppi sem sigurvegari. Skapast hefur sú hefð að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem… Read more »

Hreint skrifar undir samstarfssamning við Golfklúbbinn Odd

Undirritun samnings

Hreint og Golfklúbburinn Oddur hafa átt í farsælu samstarfi síðustu ár og því var ákveðið að endurnýja samstarfið. Undirritun samningsins fór fram á Urriðavelli og hér á myndinni er Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint ehf. ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra GO.

Hreint óskar öllum gleðilegra páska!

Páskamynd 2021

Við færum öllu starfsfólki Hreint glæsileg páskaegg á hverju ári sem eru stútfull af páskagleði. Í ár er engin undantekning á því og vonum við að starfsfólk njóti þeirra í faðmi fjölskyldunnar yfir páskana.  

Hreint styrkir Krabbameinsfélagið

Mottumars 2021

Markmið Mottumars er að skapa vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og afla fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hreint styður að sjálfsögðu þetta frábæra framtak með styrk og sokkakaupum og hvetur alla til að taka þátt. Hægt er að fara á vefsíðu Krabbameinsfélagsins og versla úr vefverslun til að styðja… Read more »

Hreint bakhjarl Hugvallar

Á bak við Hugvöll standa einstaklingar í ábyrgðarstöðum í íslensku atvinnulífi með sterkar tengingar innan þess og öflug fyrirtæki í einkageiranum sem styrkja framtakið. Á Hugvelli er lögð áhersla á tengingar, tækifæri og vöxt. Einstaklingar geta styrkt tengslanet sitt, skapað sér atvinnutækifæri og aukið við þekkingu sína og fyrirtæki fá tækifæri til að tengjast einstaklingum… Read more »

Mikil eftirspurn eftir NanoSeptic

Uppsetning á NanoSeptic

Vitund stjórnenda og starfsfólks á almennum sóttvörnum hefur eðlilega aukist mikið og í dag eru kröfur uppi um að áfram verði viðhafðar sóttvarnir í fyrirtækjum og á opinberum stofnunum, líka að heimsfaraldri COVID-19 loknum. Rýmkun á samkomutakmörkunum Á næstunni mun fjölga á vinnustöðum landsins og það verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr að viðhalda góðum… Read more »

Brugðust hratt við leka í HÍ

Vatnstjón í HÍ

Áætlað er að um 2.250 tonn af vatni hafi runnið út sem er svipað mikið magn og er í innilaug Laugardalslaugar. Starfsfólk Hreint var snarlega fært úr hefðbundnum ræstingum í að þrífa kjallara Gimli og Háskólatorg þar sem lekinn var mestur. „Við brugðumst auðvitað hratt við og höfum gert allt sem í okkar valdi stendur… Read more »

Vefverslun NanoSeptic opnar!

NanoSeptic sjálfhreinsandi snertifletirnir hafa slegið í gegn á síðustu vikum en fyrirtæki um allt land hafa kosið að bæta vörunum við sóttvarnir sínar. Vörurnar eru bylting í sóttvörnum en þær hreinsa sig sjálfar og gera það án allra eiturefna. Þær draga því úr smithættu, bæta hreinlæti og auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Við höfum opnað… Read more »