Uppsetning á NanoSeptic
Fréttir

Mikil eftirspurn eftir NanoSeptic

Nýju NanoSeptic vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur og hafa undanfarnar vikur verið annasamar hjá okkur í ráðgjöf og uppsetningu þeirra.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

10. febrúar 2021

Vitund stjórnenda og starfsfólks á almennum sóttvörnum hefur eðlilega aukist mikið og í dag eru kröfur uppi um að áfram verði viðhafðar sóttvarnir í fyrirtækjum og á opinberum stofnunum, líka að heimsfaraldri COVID-19 loknum.

Rýmkun á samkomutakmörkunum

Á næstunni mun fjölga á vinnustöðum landsins og það verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr að viðhalda góðum sóttvörnum og verja sameiginlega snertifleti eins og best er á kosið. Verjum sameiginlega snertifleti, ávinningurinn af því felst í bættu heilbrigði allra til framtíðar.

Kynntu þér vöruúrvalið í vefverslun okkar og bættu NanoSeptic við þínar sóttvarnir.