Tölva með grímu á lyklaborði
Fréttir

Betri sóttvarnir á vinnustöðum

Ný bylgja kórónuveirufalaldurs hér á landi er áminning um að baráttan við veiruna er hvergi nærri lokið. Það er á ábyrgð vinnuveitenda að starfsfólk geti fundið sig öruggt á vinnustaðnum sínum og að viðskiptavinir sem sækja fyrirtæki og stofnanir heim geti treyst því að þar sé vel hugað að sóttvörnum og hreinlæti.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

17. ágúst 2021

Betri sóttvarnir á vinnustöðum

Ný bylgja kórónuveirufalaldurs hér á landi er áminning um að baráttan við veiruna er hvergi nærri lokið. Áfram mun veiran hafa truflandi áhrif á starfsemi fyrirtækja og þess vegna er mikilvægt að hugað sé vel að sóttvörnum á vinnustöðum og að fyrirtæki hafi viðbragðsáætlanir sínar í lagi til að tryggja órofa starfsemi sem best.

Það er á ábyrgð vinnuveitenda að starfsfólk geti fundið sig öruggt á vinnustaðnum sínum og að viðskiptavinir sem sækja fyrirtæki og stofnanir heim geti treyst því að þar sé vel hugað að sóttvörnum og hreinlæti. Hreint er traustur og öflugur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana um bætt hreinlæti, betri sóttvarnir og umhverfisvænar lausnir á vinnustöðum þegar kemur að ræstingum og þrifum.

Hreint hefur aðlagað þjónustu sína fljótt og vel að þessum breyttu tímum og býður fyrirtækjum og stofnunum lausnir sem stuðla að betri heilsu starfsfólks og viðskiptavina. NanoSeptic vörur Hreint eru mikilvægt vopn í baráttunni við farsóttina en þær draga úr smithættu, bæta hreinlæti og auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina.

Hreint býður sótthreinsandi afþurrkun sem er sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. Í baráttunni við vírusa er lykilatriði að þvo og sótthreinsa sameiginlega snertifleti en það dregur úr smithættu milli fólks. Að auki er í boði dauðhreinsandi sótthreinsun, fyrir þá sem vilja taka sótthreinsunina enn lengra, en hún gefur nákvæmari og áhrifaríkari árangur og hentar kröfuhörðum vinnustöðum þar sem þörf er á mjög mikilli hreinsun.

Kórónuveirufaraldurinn hefur og mun valda áframhaldandi óvissu og truflun á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og einangrun. Með áherslu á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir má hemja útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt hreinlæti fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.