fbpx
Fréttir

Hreint bakhjarl Hugvallar

Hreint er bakhjarl Hugvallar sem er nýstofnaður vettvangur fyrir öflugt og reynslumikið fólk sem stendur á tímamótum í atvinnu.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

19. febrúar 2021

Á bak við Hugvöll standa einstaklingar í ábyrgðarstöðum í íslensku atvinnulífi með sterkar tengingar innan þess og öflug fyrirtæki í einkageiranum sem styrkja framtakið.

Á Hugvelli er lögð áhersla á tengingar, tækifæri og vöxt. Einstaklingar geta styrkt tengslanet sitt, skapað sér atvinnutækifæri og aukið við þekkingu sína og fyrirtæki fá tækifæri til að tengjast einstaklingum með fjölbreytta menntun og reynslu sem getur leitt til samstarfs til skemmri eða lengri tíma.

Kynntu þér starfsemi Hugvallar hér.