Þrif og ræstingar eru okkar sérgrein síðustu 40 ár.
Fréttir

Þrif og sóttvarnir helsta áhyggjuefni starfsfólks

Í nýlegri könnun sem var framkvæmd á Norðurlöndunum, um áhrif kórónuveirufaraldursins á hreinlæti og líðan starfsfólks á vinnustöðum,  hefur hátt í 60% starfsfólks í Danmörku áhyggjur af því að mæta aftur á vinnustaðinn sinn eftir að hafa unnið heima hjá sér í faraldrinum. Þrif og sóttvarnir á vinnustöðum spila þar stærsta hlutverkið.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

9. ágúst 2021

Hreint vinnuumhverfi eykur öryggi

Heimsfaraldur kórónuveiru hefur varpað ljósi á mikilvægi hreinlætis og hvers vegna hreint og þrifalegt umhverfi er nauðsynlegur þáttur í lífi okkar allra. Í nýlegri könnun sem var framkvæmd á Norðurlöndunum, um áhrif kórónuveirufaraldursins á hreinlæti og líðan starfsfólks á vinnustöðum, kemur margt áhugavert í ljós. Samkvæmt könnuninni hefur hátt í 60% starfsfólks í Danmörku áhyggjur af því að mæta aftur á vinnustaðinn sinn eftir að hafa unnið heima hjá sér í faraldrinum. Um helmingur svarenda óttast að smita heimilisfólk sitt eftir að hafa verið á vinnustaðnum sínum, sem það telur óöruggan vegna skorts á hreinlæti og sóttvörnum. Þá óttast starfsfólk að vinnuveitendur geti ekki tryggt viðunandi hreinlæti, sóttvarnir og fjarlægðarmörk.

Tryggjum hreint og öruggt vinnuumhverfi
Í dag eru auknar kröfur gerðar til vinnuveitenda um bætt hreinlæti, betri sóttvarnir og umhverfisvænar lausnir á vinnustöðum þegar kemur að ræstingum og þrifum. Það er á ábyrgð vinnuveitenda að starfsfólk geti snúið aftur á vinnustaðinn sinn áhyggjulaust og fundið sig öruggt. Hreinlæti og sóttvarnir gegna þar lykil hlutverki. Hreint hefur aðlagað þjónustu sína fljótt og vel að þessum breytingum og býður fyrirtækjum og stofnunum lausnir sem stuðla að betri heilsu starfsfólks og viðskiptavina.

Lausnir sem stuðla að auknu öryggi
Á síðasta ári hóf Hreint að bjóða nýjar þjónustur og byltingarkenndar vörur til að mæta auknum kröfum um bætt hreinlæti. NanoSeptic vörur Hreint njóta mikilla vinsælda enda mikilvægar í baráttunni við farsóttina. Þær draga úr smithættu, bæta hreinlæti og auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina.

Hreint býður einnig sótthreinsandi afþurrkun sem er sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. Í baráttunni við vírusa er lykilatriði að þvo og sótthreinsa sameiginlega snertifleti en það dregur úr smithættu milli fólks. Þessu til viðbótar er í boði dauðhreinsandi sótthreinsun, fyrir þá sem vilja taka sótthreinsunina upp á næsta plan, en hún gefur enn nákvæmari og áhrifaríkari árangur og hentar kröfuhörðum vinnustöðum þar sem þörf er á mjög mikilli hreinsun.

Fáðu ráðgjöf um bætt hreinlæti fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.