Category: Fréttir

Gaman í jólakaffi Hreint

Starfsmenn Hreint og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á starfsstöðvum sínum víða um landi í síðustu viku þegar við hjá Hreint buðum í árlegt jólakaffi. Það hefur alltaf verið góð mæting í jólakaffi Hreint og árið í ár var engin undantekning. Í jólakaffinu var sem fyrr allt gert fyrir börn starfsmanna. Börnin skreyttu piparkökur… Read more »

Starfssemi Hreint 08. des

Lítil röskun ætti að vera á starfssemi Hreint á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið en samkvæmt upplýsingum ætti mesta veðrið að vera gengið yfir klukkan 08 og samgöngur að hefjast með eðlilegum hætti uppúr því. Við biðjumst á velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið okkar viðskiptavinum og þökkum auðsýndan skilning.

Viðbrögð vegna óveðurs

Í samræmi við veðurviðvaranir frá Almannavörnum, Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra þá munu ræstingar hjá Hreint falla niður eftir kl. 17 í dag og eitthvað frameftir morgundeginum. Þetta er gert til að tryggja sem best öryggi starfsmanna okkar og í samræmi við aðvaranir tilbærra aðila. Vonast er eftir því að strax í fyrramálið verði veður orðið… Read more »

Mundu að þvo þér um hendurnar

Einstaklingar eiga samneyti við marga á hverjum degi og algengt er að fólk heilsist með þéttu handabandi. Á sama tíma og gott handaband er merki um innileika og hlýju þá er það ein af helstu smitleiðunum fyrir pestir af ýmsum toga. Handaband og lélegur handþvottur getur verið ein af ástæðum þess að fólk veikist í… Read more »

Laust starf á lager

Hreint ehf. óskar eftir starfsmanni á lager. Í starfinu felst vinna á vörulager og þvottahúsi, útkeyrsla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Leitað er að starfsmanni sem er þjónustulundaður, skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og með góða almenna tölvukunnáttu. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri, tala íslensku, hafa bílpróf  og vera… Read more »

Haltu snjónum frá skrifstofunni

Nú eru íbúar höfuðborgarsvæðisins farnir að finna fyrir vetrinum. Allt er á kafi í snjó í höfuðborginni og spáir Veðurstofa Íslands snjókomu um allt land langt inn í næstu viku. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að draga úr því að snjór berist inn í fyrirtæki. Snjór og bleyta á gólfum getur eyðilagt parket og… Read more »

Útskrift úr Íslenskuskóla Hreint

Starfsmenn Hreint á Landspítalanum voru á dögunum útskrifaðir úr Íslenskuskóla Hreint. Markmiðið með námi þessara metnaðarfullu starfsmanna Hreint er að auka sjálfsöryggið í framandi landi og læra undirstöðuatriði málsins. Það nýtist þeim bæði í leik og starfi. Við hjá Hreint viljum vera til fyrirmyndar enda starfrækja fá fyrirtæki sérstakan tungumálaskóla fyrir starfsmenn sína. Um fimmtungur af… Read more »

Tilboð Hreint: Fáðu sérfræðing í heimsókn

Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum hjálpað þér að tryggja gott viðhald á gólfinu í fyrirtækinu þínu og bæta líftíma þess. Það er ekki síst mikilvægt nú þegar farið er að snjóa og hætt við að bleyta, salt og sandur berist inn í hús og valdi tjóni á… Read more »

Ekki fá óhreinindin inn í hús

Nú er veturinn genginn í garð og stutt í að veður fari að versna. Leiðindaveðri fylgir oft mikil óhreinindi sem berast frá götum og inn í hús. Þegar snjóa tekur verður ástandið oft mun verra enda algengt að gestir beri með sér sand, salt og bleytu inn á nánast öll gólf í fyrirtækinu, stofnuninni eða… Read more »

Þín vörn gegn flensu og kvefpestum

Flestir hafa heyrt ýmis algeng ráð til þess að verjast umgangspestum og flensu sem herja á Íslendinga á þessum árstíma. Við hjá Hreint leggjum ekki mat á ágæti c-vítamíns eða þess að skola munninn með saltvatni, sem sumir segja að hjálpi. Við getum hins vegar sagt þér hvernig ræstingar í þínu nánasta umhverfi geta haft… Read more »