Fréttir

Þín vörn gegn flensu og kvefpestum

Hreint ehf.

Hreint ehf.

27. október 2015

Flestir hafa heyrt ýmis algeng ráð til þess að verjast umgangspestum og flensu sem herja á Íslendinga á þessum árstíma. Við hjá Hreint leggjum ekki mat á ágæti c-vítamíns eða þess að skola munninn með saltvatni, sem sumir segja að hjálpi. Við getum hins vegar sagt þér hvernig ræstingar í þínu nánasta umhverfi geta haft áhrif á heilsuna, hvort sem er á heimili eða á vinnustað.

Flestir vita að vírusar sem orsaka kvef geta smitast með úðasmiti þegar smitberi hnerrar og örsmáir dropar ýrast  út í loftið. Vírusar geta líka smitast með snertingu ef smitefnið lendir á yfirborði sem ósmitaður einstaklingur snertir. Fjallað er um smit á síðu Heilsutorgsins.

Miklu skiptir að bera kennsl á þá staði á heimilinu eða vinnustaðnum sem eru líklegir til að bera slíkt smit á milli. Vírusar geta lifað nokkrar klukkustundir utan líkamans, til dæmis á handföngum, hurðarhúnum, borðum, krönum, pennum, utan á íþróttatöskum og á fleiri stöðum.

Reglulegar ræstingar eru heilbrigðismál

Reglulegar ræstingar þar sem farið er yfir helstu hættusvæði eru heilbrigðismál. Á heimilum er gott að strjúka öðru hverju af hurðarhúnum og krönum, lyklaborðum, tölvumúsum og sjónvarpsfjarstýringu með góðu en umhverfisvænu hreinsiefni. Í flestum tilvikum er nægilegt að nota venjulegt sápuvatn.

Á vinnustöðum verður þetta litla atriði jafnvel enn mikilvægara, hvort sem vinnustaðurinn er stór eða lítill. Á litlum vinnustöðum munar um hvern starfsmann sem veikist. Á stórum vinnustað eru miklar líkur á að einhver beri smit á milli manna. Veikindi margra starfsmanna geta sett stór skörð í stóran vinnustað, jafnvel valdið tímabundinni röskun á starfsemi fyrirtækis þíns.

Ræstingar á dagvinnutíma hjálpa

Mikilvægt er að ræstingum sé sinnt reglulega á vinnustöðum og auðvitað er heppilegast að fá til þess sérfræðinga Hreint. Til að vinna sem best gegn smithættu á vinnustað mælum við með því að ræstingum sé sinnt á dagvinnutíma. Þannig liggur smitið ekki á yfirborði allan vinnudaginn heldur er vinnusvæðið þrifið á meðan starfsmenn eru á staðnum en það dregur úr líkum á því að smit berist á milli fólks.

Öll vitum við að það er sama hversu oft og vel er þrifið, alltaf eru líkur á smiti. Ekki dugir eingöngu að ræsta vel, heldur verður hver og einn að gæta að sér.

Allir ættu að vera farnir að þekkja mikilvægi handþvottar. Þvoum okkur vel með sápu, oft á dag. Með handþvotti má losa sig við smit sem borist hefur við snertingu á hurðarhúni eða lyklaborði. Þegar ekki er hægt að þvo hendurnar getur hjálpað að nota handspritt.

Einnig er mikilvægt að hafa í huga að reyna að snerta sem minnst augu, nasir og munn nema með nýþvegnum höndum.. Með því að hætta að snerta þessar auðveldustu leiðir smits inn í líkamann getum við lágmarkað líkur á smiti hvort sem það hefur borist á hendurnar eða eftir öðrum leiðum.

Hreint þvottaþjónusta til bjargar

Vírusar geta lifað í nokkra klukkutíma í handklæðum á baðherbergjum. Á vinnustöðum er gott að nota pappírsþurrkur eða skipta mjög reglulega um handklæði. Þar getum við hjá Hreint hjálpað. Hreint þvottaþjónusta er nýleg viðbót við þjónustu okkar við viðskiptavini. Við bjóðum upp á leigu á handklæðum og klútum. Við sendum tauið frá Hreint til viðskiptavinar, sækjum svo aftur, þvoum í þvottahúsi Hreint og skilum til baka í snyrtilegum umbúðum.

Hafðu samband við sérfræðinga hjá Hreint til að tryggja góða ræstingu og um leið gott heilbrigði starfsmanna. Ræstingar snúast ekki bara um að hafa hreint í kringum sig. Ræstingar eru heilbrigðismál.