Fréttir

Mundu að þvo þér um hendurnar

Hreint ehf.

Hreint ehf.

4. desember 2015

Einstaklingar eiga samneyti við marga á hverjum degi og algengt er að fólk heilsist með þéttu handabandi. Á sama tíma og gott handaband er merki um innileika og hlýju þá er það ein af helstu smitleiðunum fyrir pestir af ýmsum toga.

Handaband og lélegur handþvottur getur verið ein af ástæðum þess að fólk veikist í kringum þig. Það kallar á að starfsmenn vinni heima, oft af völdum sýkla sem smitast frá samstarfsfélögunum.

Brýnt er fyrir fólki frá barnsaldri að þvo sér reglulega um hendurnar. Það er ótrúlegt hversu margir fullorðnir virðast ekki fara eftir þeim góðu leiðbeiningum.

 

Margir þvo sér ekki
Fram kemur í nýjasta tölublaði tímaritsins European Cleaning Journal að að 32% Breta þvoi sér ekki um hendurnar eftir að þeir nota salernið og um 58% notuðu ekki sápu þegar þau þvoðu sér.

Í greininni segir jafnframt að 10-20% af öllum sýklum leynist undir nöglum fólks, í fellingum og hrukkum handa. Erfitt getur reynst að ná til þeirra nema með vandlegum handþvotti.

Ein af algengustu bakteríutegundunum sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna er Staphylococcus aureus. Bakteríutegundin veldur yfirleitt ekki skaða og ber fólk alla jafna ekki einkenni þess að það beri bakteríuna á sér.

Komist bakterían hins vegar í gegnum sár eða eftir öðrum leiðum í vefi mannslíkamans þá getum hún valdið sýkingum og jafnvel veikindum.

 

Þurrkaðu hendurnar
Handþvottur einn og sér hreinsar ekki bakteríur af höndum fólks. Það skiptir líka máli hversu vel fólk þurrkar sér um hendurnar. Margfalt fleiri bakteríur geta borist á milli fólks ef hendur fólks eru blautar eða rakar miðað við hendur sem hafa verið þurrkaðar vel og vandlega. Mun áhrifaríkara er að þurrka hendur sínar með handklæði eða pappírsþurrku en handþurrkara.

 

Fáðu sápu og handklæði hjá Hreint
Við hjá Hreint lítum á ræstingar sem heilbrigðismál. Þú getur dregið úr möguleikanum á smitpestum hjá fyrirtækinu þínu, stofnuninni eða í skólanum með viðskiptum við Hreint. Við útvegum viðskiptavinum okkar góðar hreinlætisvörur á frábæru verði og dreifum þeim frítt. Allar vörurnar eru viðurkenndar af norræna umhverfis- og gæðamerkinu Svaninum.

Við getum líka útvegað þér handþurrkupappír og handsápu. Þvottaþjónustan okkar sér um að skipt sé reglulega um handklæði við handlaugina inni á salerni.

Við hjá Hreint tryggjum hreinlætið hjá þér því hreinlæti er heilbrigðismál.