Fréttir

Tilboð Hreint: Fáðu sérfræðing í heimsókn

Hreint ehf.

Hreint ehf.

13. nóvember 2015

Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum hjálpað þér að tryggja gott viðhald á gólfinu í fyrirtækinu þínu og bæta líftíma þess. Það er ekki síst mikilvægt nú þegar farið er að snjóa og hætt við að bleyta, salt og sandur berist inn í hús og valdi tjóni á dýrmætum gólfefnum.

Í síðustu viku vöktum við athygli á kostum þess að hafa góða gólfmottu við útidyrnar. Ef golfmotta er við dyrnar þá tekur hún við sandi og bleyti undan skóm starfsfólks og gesta sem koma í heimsókn og dregur úr líkum á því að óhreinindi berist inn í hús.

Góð golfmotta dregur úr kostnaði
Ertu viðskiptavinur Hreint? Ef svo er þá gerum við þér tilboð út nóvember sem bætir líftíma gólfefna og dregur úr hættu á slysum og tjóni af völdum blautra gólfa. Hugsanlegur umframkostnaður getur því hlotist af því að fá bleytu, sand og salt inn á gólf. Viltu vita hvernig þú getur dregið úr kostnaði? Lestu nú áfram.

Engin skuldbinding
Í tilboðinu felst að gólfmottusérfræðingur Hreint kemur til þín og metur þarfir fyrirtækis þíns. Í kjölfarið getur þú fengið frábæran afslátt af gólfmottum. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, því engin skuldbinding felst í því að fá sérfræðing Hreint í heimsókn til að meta ástandið hjá fyrirtækinu þínu.

Ef þú tekur tilboði Hreint þá stendur þér til boða mikið úrval af gólfmottum og ýmsir aðrir þjónustumöguleikar. Við getum meira að segja komið eins oft og þú vilt og skipt um mottur. Kosturinn við mottuskiptin er sá að skítugu gólfmotturnar eru sóttar á umsömdum tíma. Hrein og nýþvegin motta er sett í hennar stað. Það er kostur að fá reglulega hreina mottu. Þegar sama mottan er notuð lengi og hún ekki hreinsuð þá hættir hún að virka sem forvörn. Hafðu frekar hreina mottu í anddyrinu.

Sérfræðingar Hreint passa gólfið
Athugaðu að tilboðið okkar hjá Hreint gildir í nóvember og um að gera að nýta sér það áður en mánuðurinn er úti. Það er farið að snjóa og um að gera fyrir viðskiptavini Hreint að fá sérfræðing frá okkur áður en snjór og bleyta valda skemmdum á gólfinu í fyrirtækinu.

Hafðu öryggið í fyrirrúmi og fáðu sérfræðinga Hreint til að passa upp á gólfið fyrir þig.