Category: Fréttir

Ræstingar hjá leikskólum til Hreint

Árið 2014 byrjar með látum því í dag hefst ræsting á 11 leiksskólum í eigu Reykjavíkurborgar sem eru staðsettir í Hlíðum og Miðbæ borgarinnar. Hreint reyndist í kjölfar útboðs á verkefninu bjóða hagstæðasta boðið og því var sem sagt tekið. Upphaf verkefnisins er í dag og ljóst að slíkt þarfnast undirbúnings sem m.a. felst í… Read more »

Afmælisfagnaður í Salnum

Þrjátíu ára afmælisfagnaður Hreint í Salnum föstudaginn 13. desember s.l. var fjölmennur og mjög vel heppnaður. Viðskiptavinum, samstarfsaðilum og vinum Hreint var boðið í afmælismóttöku síðasta föstudag í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Gestirnir sem voru á milli 150 til 200, nutu tónlistar Björns Thoroddsen og léttra veitinga, gerðu frábæran róm af veislunni.

Stórafmæli Hreint – 30 ára tímamót

Hreint á stórafmæli í dag – fimmtudaginn 12. desember 2013 enda eru 30 ár liðin frá því að rekstur þessa ágæta fyrirtækis byrjaði. Það er eðlilega margs að minnast á þrjátíu árum og margt á dagana drifið. Efst í huga eigenda og stjórnar félagsins er þó fyrst og fremst þakklæti og aftur þakklæti fyrir að… Read more »

Heilsudagur í Hreint

Heilsudagurinn 2013 var í dag haldinn í Hreint þar sem öllu starfsfólkinu var boðið uppá heilsutengda dagskrá. Mikill fjöldi starfsmanna mætti og naut þess sem í boði var. Það hefur verið til siðs hjá Hreint í gegnum árin að ljúka sumri og bjóða haustið velkomið með einhverskonar viðburði. Í þetta skiptið var blásið til Heilsudags…. Read more »

Sumargleði starfsmanna Hreint

S.l. laugardag, 11. maí 2013, bauð starfsmannafélag Hreint félagsmönnum sínum upp á létta sumargleði á bökkum Reynisvatns í nágrenni Reykjavíkur. Fjölmenni kom á svæðið og gerði mjög góðan róm af veitingum, skemmtiatriðum og svo ekki sé talað sé um veiðina sem sló öll met. Starfsmannafélag Hreint, sem er kraftmikill félagsskapur starfsmanna fyrirtækisins, býður starfsmönnum Hreint… Read more »

Hreint lægst í útboði hjá Landsspítala

Nýlega voru opnuð tilboð í ræstingar hjá Landsspítalanum þ.e. á húsnæði Klepps og Bugl og bauð Hreint hagstæðast af þeim fimm fyrirtækjum sem skiluðu tilboðum. Um er að ræða rúmlega 9.000 fermetra húsnæðis sem ræsta skal fyrir þessar tvær stofnanir. Útboðið var bæði á reglulegum ræstingum en einnig á öllum hreingerningum sama húsnæðis. Ræstingin fer… Read more »

Hreint ehf. 30 ára

Hreint ehf er 30 ára á þessu ári sem gerir fyrirtækið eitt af þeim allra reyndustu í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingarþjónustu. Stofndagurinn er 12. desember 1983. Allt fram til ársins 2002 störfuðu 30 til 40 manns við reksturinn en breytingar á rekstrinum ollu því að síðan þá hefur rekstur Hreint vaxið… Read more »

Húsráð: Örbylgjuofninn hreinn án fyrirhafnar

Við hjá Hreint þekkjum erfiða bletti, erfið þrif og óhreinindi sem vilja ekki hverfa sama hvaða efni eru notuð og matarleifar sem virðast aldrei ætla að losna. En við þekkjum líka allar bestu leiðirnar sem vinna á þessum vandamálum. Flestir kannast eflaust við að trassa það aðeins of lengi að þrífa örbylgjuofninn. Margir eru með… Read more »

Húsráð: Einfalt ráð til að þrífa sturtuglerið

Sturtugler inni á baðherbergi geta verið augnayndi. Þau eru gagnleg enda koma þau í veg fyrir að vatn skvettist út á gólf þegar heimilisfólkið þrífur sig í sturtunni. En gallinn við sturtugler er að þau verða fljótt óhrein þegar vatn þornar innan á glerinu. Hafðu gluggasköfu inni á baði Sumir leysa úr þessum hvimleiða vanda… Read more »

Húsráð: Borðedik léttir þér þrifin

Þegar litið er yfir hillur stórmarkaða í leit að réttu hreinsiefni fallast mörgum hendur yfir úrvalinu. Flestir kannast líka við að kaupa nýjan brúsa af hreinsiefni fyrir ákveðið verkefni, sem að því loknu safnar ryki í hillu í þvottahúsinu með öðrum hreinsiefnum sem einnig reyndust full sérhæfð. Oft er ekki þörf á því að kaupa… Read more »