Fréttir

Hreint ehf. 30 ára

Hreint ehf.

Hreint ehf.

18. janúar 2013

Hreint ehf er 30 ára á þessu ári sem gerir fyrirtækið eitt af þeim allra reyndustu í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingarþjónustu. Stofndagurinn er 12. desember 1983.

Allt fram til ársins 2002 störfuðu 30 til 40 manns við reksturinn en breytingar á rekstrinum ollu því að síðan þá hefur rekstur Hreint vaxið jafnt og þétt. Í dag starfa tæplega 200 manns hjá féalginu á 5 mismunandi stöðum á landinu. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið þá er reksturinn stærstur á Akureyri en á eftir þeim koma Akranes, Hveragerði og Selfoss.

Á árinu 2010 var rekstur félagsins vottaður norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum sem við teljum að hafi verið mikið og gott framfaraskref fyrir þjónustuna.

Mikilvægustu verkefni okkar eru á sviði reglulegra ræstinga en jafnframt sinnum við öllum öðrum nauðsynlegum verkefnum til að ræsta og viðhalda húsnæði fyrirtækja og stofnana. Þar má nefna almennar hreingerningar, bónleysingar, bónanir, gluggaþvott og steinteppahreinsun.

Að mati stjórnenda og stjórnar Hreint er bjart yfir framtíð félagsins og árið 2013 fer vel af stað. Fjölda mörg tækifæri eru ónýtt á okkar sérsviði sem okkur langar að nýta og sinna; viðskiptavinum okkar og starfsfólki til framdráttar og ánægju.

Í tilefni af stórafmælinu færum við viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum bestu kveðjur.