Category: Fréttir

Smitar þú út frá þér?

Er þér umhugað um hreinlætið í kringum þig en trassar að hreinsa íþróttatöskuna reglulega? Þú ættir að íhuga að fara í hreinsunarátak og horfa þér nær. Hreinsaðu töskuna að utan og undir henni, vel að innan og alla vasa. Passaðu að hreinsa handfangið sérstaklega vel. Töskur bera sýkla Breska fyrirtækið Inital Washroom Hygiene, sem sérhæfir sig… Read more »

Hreinlæti snýst um gæði og verð

Samtök stærstu ræstingafyrirtækja í Danmörku (SBA) hafa ýtt úr vör viðamiklu átaki þar sem áhersla er lögð á að verð og gæði verði metin að jöfnu þegar tekin er ákvörðun um kaup á ræstingaþjónustu. Samtökin hafa vakið athygli á málinu með áhrifamiklum myndum af óhreinum salernum í grunnskólum og skítugum sjúkrarúmum. Á einni af myndunum… Read more »

Verkstjóri óskast!

Hreint leitar eftir verkstjóra sem hefur umsjón með vörulager, þvottahúsi og sinnir útkeyrslu. Umsóknarfrestur er til og með 11. október en nánari upplýsingar veitir Arna Kristín ráðningarstjóri Hreint eingöngu í [email protected].

Þvottaþjónusta Hreint leysir vandann

Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað við getum gert fyrir viðskiptavini okkar og hvernig við getum veitt þeim betri þjónustu. Flestir kannast eflaust við að koma að óhreinni eldhústusku og röku viskastykki í eldhúsinu og blautu handklæði inni á salerni. Þetta er hvimleitt vandamál sem lítið mál er að koma… Read more »

Betra að sinna ræstingum á daginn

Það er orðið æ algengara að ræstingaþjónustu sé sinnt á dagvinnutíma í stað þess að ræst sé síðdegis, á kvöldin eða á nóttunni þegar vinnusvæði eru mannlaus. Ræsting á vinnutíma dregur úr kostnaði, eykur hreinlæti á vinnustað, bætir samskipti á milli viðskiptavina og starfsfólks sem sinnir ræstingum. Það eykur líka gæði ræstingar. Þrífum á daginn… Read more »

Þú sparar með reglulegu viðhaldi

Nú eru skólar byrjaðir af fullum krafti eftir sumarfrí og allir komnir aftur til starfa á skrifstofunni. Haustinu fylgir aukið álag á gólf og því mikilvægt að huga að viðhaldi gólfefna fyrir veturinn. Reglulegt viðhald dúka og parkets á gólfum er ódýrara en þig grunar og dregur úr álagi á starfsfólk við ræstingar. Þú sparar… Read more »

Hreint styrkir afreksfólk

Við hjá Hreint erum stolt af því að styrkja afreksfólk í íþróttum. Afreksfólk þarf á öllum stuðningi að halda svo það geti skarað fram úr á sínu sviði. Fimleikakappinn Jóhann Fannar Kristjánsson er einn þeirra sem Hreint styrkir til góðra afreka. Hann sló í gegn á Ólympíuleikum fatlaðra í Los Angeles í sumar. Jóhann Fannar er tvítugur afreksmaður… Read more »

Svansvottun hjálpar við að verja umhverfið

Við hjá Hreint erum afar stolt af Svansvottuninni sem við fengum fyrir fimm árum. Vottunin ber það með sér að fyrirtækið fylgir í hvívetna þeim kröfum sem gerðar eru til ræstingafyrirtækja sem bera Svaninn, sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Þau fyrirtæki sem hlotið hafa Svansvottunina þurfa að fylgja ströngum kröfum sem ætlað er að vernda umhverfið og heilsu… Read more »

Ljósið fær styrk frá Hreint

Hreint afhenti Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, 50 þúsund króna styrk í vikunni. Það var sigurvegari golfmóts Hreint sem fékk að velja hvaða góðgerðarfélag hlaut styrkinn. Þetta er fjórða árið sem mótið er haldið en í fyrsta sinn sem Hreint veitir styrk samhliða því. Keppendur vaktir til umhugsunar Golfmót Hreint var… Read more »

Laus störf á Selfossi

Hreint ehf óskar eftir að ráða starfsmenn til dagræstinga á Selfossi. Við leitum að jákvæðum, vandvirkum og samviskusömum einstaklingum, 18 ára eða eldri í dagræstingar. Starfsmaður þarf að tala íslensku eða ensku og geta hafið störf sem fyrst. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Nánari upplýsingar:Alina Elena Floristeanu (s: 822 1855, [email protected]) Einnig er hægt að sækja um störfin… Read more »