Fréttir

Hreinlæti snýst um gæði og verð

Hreint ehf.

Hreint ehf.

14. október 2015

Samtök stærstu ræstingafyrirtækja í Danmörku (SBA) hafa ýtt úr vör viðamiklu átaki þar sem áhersla er lögð á að verð og gæði verði metin að jöfnu þegar tekin er ákvörðun um kaup á ræstingaþjónustu. Samtökin hafa vakið athygli á málinu með áhrifamiklum myndum af óhreinum salernum í grunnskólum og skítugum sjúkrarúmum. Á einni af myndunum sem sýnir skítugt klósett stendur: Börnin gjalda fyrir ódýra ræstingu.

Betra að keppa um gæði
Danski ræstingamarkaðurinn er svipaður þeim íslenska að því leyti að frekar er keppt um verð en gæði. Þetta samband getur boðið hættunni heim enda geta verið tengsla á milli lágs verðs í útboðum og lélegra gæða í vinnu, að mati forsvarsmanna SBA.

Dönsku samtökin leggja mikið upp úr háu þjónustustigi og veita þeim fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu sem standa sig vel og skila góðu verki.

SBA hafa hvatt stjórnmálamenn í Danmörku til að hverfa frá þeim hugsanahætti að fá mikið fyrir lítið og einblína fremur á gæði ræstinga en lág verð í útboðum.

Léleg ræsting býður hættunni heim
SBA segir öryggi fólks beinlínis stefnt í hættu vegna lélegra ræstinga, ekki síst barna. Í átaki SBA er bent á að stór hluti grunnskólabarna í Danmörku noti salerni í skólum landsins. Þau reyni hins vegar að koma sér hjá því þar sem hreinlætis þar sé ekki gætt nægilega vel.

SBA bendir ennfremur á að illa þrifin salerni geti haft slæmar afleiðingar fyrir börn og geti afleiðingarnar varað lengi. Til að koma í veg fyrir veikindi barna, sem stundum geti varað lengi, verði að bæta þrif á salernum í skólum. Sömu sögu er að segja af sýkingum á sjúkrahúsum en 100.000 Danir leita sér læknisaðstoðar árlega vegna sýkinga sem þeir hafa fengið á sjúkrahúsum. Það kunni að láta ankannalega í eyrum að einhver geti orðið veikur á sjúkrahúsi. Það sé hins vegar því miður staðreynd.

Gæði skipta máli
Þegar kemur að ræstingum er mikilvægt að vanda til verka og láta sérfræðinga í hreinlæti sjá um þrifin í skólanum og á þínum vinnustað. Eins og samtök stærstu ræstingafyrirtækja í Danmörku benda á getur gott hreinlæti og fagmennska verið lykillinn að góðri heilsu.

Ef þú kýst að hafa hlutina í lagi og vilt tryggja gæði ræstinga hafðu þá samband við okkur hjá Hreint. Við hjá Hreint erum sérfræðingar í hreinlæti.