Fréttir

Hreint styrkir afreksfólk

Hreint ehf.

Hreint ehf.

4. september 2015

Við hjá Hreint erum stolt af því að styrkja afreksfólk í íþróttum. Afreksfólk þarf á öllum stuðningi að halda svo það geti skarað fram úr á sínu sviði. Fimleikakappinn Jóhann Fannar Kristjánsson er einn þeirra sem Hreint styrkir til góðra afreka. Hann sló í gegn á Ólympíuleikum fatlaðra í Los Angeles í sumar.

Jóhann Fannar er tvítugur afreksmaður í áhaldafimleikum sem æfir með Gerplu. Hann er margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum fatlaðra. Jóhann hefur farið þrívegis utan og keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum. Fyrst keppti hann í Sjanghæ í Kína árið 2007 og aftur árið 2011 í Aþenu á Grikklandi. Besti árangur hans til þessa var á Ólympíuleikunum í Los Angeles í Bandaríkjunum í sumar.

Hreint hjálpar fólki að skara fram úr
Jóhann hefur átt góðu gengi að fagna á Ólympíuleikum í gegnum tíðina og komið heim með samtals sex gullverðlaun auk silfur- og bronsmedalía.

Íslensku keppendurnir slógu í gegn á leikunum í sumar og kom heim hlaðnir verðlaunum. Hópurinn sem keppti í áhaldafimleikum kom heim með fjögur gull, þrjú silfur og sex bronsverðlaun. Þar af vann Jóhann til þrennra gullverðlauna og tveggja bronsmedalía.

Vel gert hjá íslensku keppendunum!

Viljum vera til fyrirmyndar
Við hjá Hreint leggjum mikið upp úr því að vera til fyrirmyndar og sinna samfélagslegri ábyrgð. Liður í því er að styðja við bakið á íslensku afreksfólki í íþróttum svo það geti gert sitt besta þegar á hólminn er komið.