Fréttir

Smitar þú út frá þér?

Hreint ehf.

Hreint ehf.

24. október 2019

Er þér umhugað um hreinlætið í kringum þig en trassar að hreinsa íþróttatöskuna reglulega? Þú ættir að íhuga að fara í hreinsunarátak og horfa þér nær. Hreinsaðu töskuna að utan og undir henni, vel að innan og alla vasa. Passaðu að hreinsa handfangið sérstaklega vel.

Töskur bera sýkla
Breska fyrirtækið Inital Washroom Hygiene, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á hreinlætisvörum, gerði nýverið könnun á hreinlæti fólks og dreifileiðum sýkla og ýmissa baktería.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að 60% Breta láta hjá líða að hreina íþróttatöskur sínar og eru þær gróðrarstíur fyrir bakteríur. Þar af fundust bakteríur í handfangi 35% þeirra íþróttataska sem kannaðar voru. Bakteríur hvers konar dafna betur í leðri en öðrum efnum og því eru meiri líkur á að þeir sem noti leðurtöskur undir íþróttafatnað sinn beri með sér bakteríur en aðrir.

Bakteríurnar sem fundust í töskunum eru vísbending um að hreinlæti sé ekki sinnt sem skyldi. Á sama tíma bera niðurstöðurnar með sér að bakteríur leynast víða og mikilvægt að hreinsa ekki aðeins sjálfan sig og íþróttafötin heldur líka töskuna með íþróttafötunum.

Þvoðu þér um hendurnar
Í frétt tímaritsins The European Cleaning Journal segir að sýklar berist á milli fólks við snertingu. Þar af um 80% þegar fólk takist í hendur. Hreinlæti skiptir því höfuðmáli eigi að draga úr hættunni á því að sýklar berist manna á milli.

Einfaldasta leiðin er að þvo hendurnar reglulega með góðum og öruggum efnum.

Við hugsum um heilsuna
Okkur hjá Hreint er umhugað um heilsu þína og heilbrigði og erum sífellt að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að veita þér betri þjónustu.

Hefurðu kynnt þér þvottaþjónustu Hreint? Þú getur komist hjá heilmiklu umstangi með því að leigja handklæði hjá þvottaþjónustu okkar, eldhúsþurrkur og klúta. Ef þú gerir það þá tryggjum við að þú hafir alltaf aðgang að hreinu taui í eldhúsinu á skrifstofunni, inni á salerni og í skúringakompunni.

Kynntu þér þvottaþjónustu Hreint og lifðu hreinlátara lífi.