fbpx
Sjötta árið í röð er Hreint framúrskarandi
Fréttir

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Sjötta árið í röð hlýtur Hreint viðurkenninguna að vera Framúrskarandi fyrirtæki.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

12. október 2020

Hreint er í úrvalsliði þeirra sem standast kröfur Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2020 og hefur fengið viðurkenningu þess efnis. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna, sjötta árið í röð. Hún staðfestir góðan árangur fyrirtækisins og frábæra vinnu starfsfólks.

Í ellefu ár hefur Creditinfo mælt heilbrigði íslenskra fyrirtækja þegar kemur að lykiltölum í rekstri. Að jafnaði standast aðeins 2% fyrirtækja þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja sem þýðir að þau eru komin í úrvalshóp. Árangurinn er mikilvægur fyrir fyrirtækin sjálf og hagkerfið í heild. Traust fyrirtæki eru grunnurinn að hraustu samfélagi.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem skoða má hér.

Vertu í viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki

Það er sérlega ánægjulegt að Hreint uppfylli öll skilyrðin og sé á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2020. Það er okkar markmið að gera betur á allan hátt, hvort sem það er í þjónustu og samskiptum við okkar viðskiptavini, samskiptum við okkar frábæra starfsfólk, eða með hagkvæmum rekstri fyrirtækisins. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt vera í samskiptum og viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki.