fbpx
Fréttir

Jenny Elisabet er nýr sölufulltrúi hjá Hreint

Alls bárust um 120 umsóknir um starfið.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

5. október 2020

Hreint auglýsti nýverið eftir nýjum sölufulltrúa í hópinn. Alls bárust 120 umsóknir um starfið. Jenny Elisabet er að klára BA gráðu í íslensku sem annað mál frá Háskóla Íslands. Hún er fædd í Svíþjóð en hefur búið á Íslandi frá árinu 2008 og talar reiprennandi íslensku. Síðastliðin fjögur ár hefur hún starfað sem rekstrarstjóri, fyrst hjá Nings og nú síðast hjá FlyOver Iceland. Jenny Elisabet er mikil hestakona og sinnir því áhugamáli af kappi.