Category: Fréttir

Nýjum höfuðstöðvum fagnað í Vesturvör

Gestir virða fyrir sér aðstöðuna í V11.

Fjöldi góðra gesta mætti til okkar í Vesturvör 11 í Kópavogi, nutu glæsilegra veitinga og fagnaði með okkur, þar á meðal viðskiptavinir, samstarfsaðilar, velunnarar og starfsfólk, sem hafa fylgt fyrirtækinu í gegnum árin. Húsnæðið skipulagt út frá ræstingu Nýju höfuðstöðvarnar okkar eru sérhannaðar miðað við þarfir og rekstur ræstingafyrirtækis. Húsnæðið er eins konar sýningargluggi um… Read more »

Framúrskarandi fyrirtæki tíu ár í röð!

Creditinfo hefur í 15 ár metið íslensk fyrirtæki og aðeins um 2% þeirra standast strangar kröfur til að vera hluti af úrvalshópnum. Það þýðir að við erum meðal þeirra fyrirtækja sem leggja sitt af mörkum til að skapa traustan grunn fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið í heild. Framúrskarandi fyrirtæki byggja á sterkum stoðum, hafa stöðugan… Read more »

Rúnar ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Hreint

Rúnar lauk á þessu ári MBA-námi við Háskólann í Reykjavík með áherslu á stefnumótun, rekstur og leiðtogastjórnun, sem styður enn frekar við vöxt og framþróun okkar. Einnig er hann með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ráðning hans í stöðuna er mikilvægur liður í áætlunum fyrirtækisins um frekari stækkun og þróun, en nýlega flutti… Read more »

Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024

Til að komast á þennan eftirsótta lista þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði, eins og að afkoman sé jákvæð, eiginfjárhlutfall sé yfir 20% og að ársreikningum sé skilað á réttum tíma. Aðeins 3% fyrirtækja á Íslandi ná þessum árangri, og við erum virkilega stolt af því að tilheyra þessum hópi. Ekki nóg með það! Við… Read more »

Hreint endurnýjar jafnlaunavottun – jafnrétti í forgrunni

Hreint hefur lengi lagt áherslu á að vera fremst í flokki þegar um er að ræða jafnrétti á vinnumarkaði og endurnýjun vottunarinnar er til marks um það. Þá skiptir höfuðmáli að ákvarðanir í launamálum séu málefnalegar og feli ekki í sér mismunun vegna kyns eða annarra óviðkomandi breyta. Jafnlaunavottun er staðfesting á því að launakerfi… Read more »

Hreint styrkir Ljósið

Eftir spennandi og skemmtilega keppni stóð Jónas Gestur Jónasson uppi sem sigurvegari. Jónas valdi að styrktarféð rynni til Ljóssins, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur áður hlotið þennan styrk en það var fyrir 10 árum þegar fyrsti styrkurinn var veittur. Hluti af samfélagsábyrgð Hreint  Ari… Read more »

Snjallar ræstingar

Snjallar ræstingar leggja áherslu á samskipti.

Hvernig geta snjallar lausnir bætt ræstingaþjónustuna? Snjallar lausnir byggjast á því að vera stöðugt með augun opin fyrir nýjum leiðum til að bæta bæði gæði og skilvirkni þjónustunnar. Hægt er að bæta allt ferlið umtalsvert með stafrænum lausnum, nýjustu tækjum og hugmyndafræðilegri nálgun. Þetta þýðir einnig að skilvirknin eykst, þjónustugæði verða betri og umhverfisáhrifin jákvæðari… Read more »

Vernd og viðhald húsnæðis

Ánægð með hreingerningu

Hreingerningar eru hluti af viðhaldi húsnæðis og þurfa að fara reglulega fram enda styðja þær vel við daglegar ræstingar og önnur þrif. Þú sparar peninga og bætir gæði ræstinga með reglulegu viðhaldi á húsnæðinu þínu. Það getur til dæmis verið dýrt að ráðast í það á nokkra ára fresti að leysa upp bón af gólfefnum… Read more »

Vallý ráðin sviðsstjóri þjónustusviðs Hreint

Vallý hefur víðtæka reynslu og þekkingu af rekstri og stjórnun og starfaði síðast sem forstöðumaður gæðadeildar hjá Controlant. Áður gegndi hún stöðum framkvæmdastjóra þjónustusviðs og rekstrarsviðs hjá Controlant og var forstöðumaður verkefna- og upplýsingakerfa. Vallý er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, diploma í gæðastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í… Read more »

Innflutningspartý í Vesturvör

Við fengum Jufa Zapiekanki matarbílinn á svæðið, boðið var uppá ísstöð og nóg af drykkjum fyrir gesti og gangandi. Stór hópur starfsfólks mætti og átti góða stund með samtarfsfólki sínu. Allir fóru síðan heim með smá góðgætispoka. Ljósmyndari náði nokkrum góðum myndum sem má sjá hér með fréttinni.