Fréttir

Hreint endurnýjar jafnlaunavottun – jafnrétti í forgrunni

Hreint hefur hlotið endurnýjun á jafnlaunavottun, en fyrirtækið leggur mikið kapp á að tryggja jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

23. september 2024

Hreint hefur lengi lagt áherslu á að vera fremst í flokki þegar um er að ræða jafnrétti á vinnumarkaði og endurnýjun vottunarinnar er til marks um það. Þá skiptir höfuðmáli að ákvarðanir í launamálum séu málefnalegar og feli ekki í sér mismunun vegna kyns eða annarra óviðkomandi breyta. Jafnlaunavottun er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

„Við erum auðvitað mjög stolt af þessum áfanga. Endurnýjun jafnlaunavottunarinnar sýnir hversu alvarlega Hreint tekur samfélagslega ábyrgð og að hart er unnið að því að skapa sanngjarnt og réttlátt vinnuumhverfi fyrir allt okkar starfsfólk,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint.

Hreint telur jafnlaunavottunina einnig hjálpa við að tryggja að launajafnrétti sé hluti af stefnu fyrirtækisins í samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærum rekstri.