Ánægð með hreingerningu
Fréttir

Vernd og viðhald húsnæðis

Viðskiptavinir okkar fara gjarnan yfir ástand fasteigna sinn á sumrin og meta hvort viðhalds sé þörf eða viðhafa undirbúning fyrir haustið.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

29. ágúst 2024

Hreingerningar eru hluti af viðhaldi húsnæðis og þurfa að fara reglulega fram enda styðja þær vel við daglegar ræstingar og önnur þrif. Þú sparar peninga og bætir gæði ræstinga með reglulegu viðhaldi á húsnæðinu þínu.

Það getur til dæmis verið dýrt að ráðast í það á nokkra ára fresti að leysa upp bón af gólfefnum sem illa er haldið við og bóna á ný. Viðhald á gólfefnum er ein af algengustu hreingerningum sem við framkvæmum. Þegar sérfræðingur okkar kemur til þín gerir hann ástandsskoðun á húsnæðinu og greinir viðhaldsþörfina. Til dæmis hvort nóg sé að grunnhreinsa og bóna gólf eða hvort nauðsynlegt sé að fara í umfangsmeiri aðgerð að bónleysa og bóna gólfið aftur. Við sérsníðum svo tilboð til þín með ítarlegri verklýsingu um hvað sé innifalið í verkinu og hvenær það skal unnið. Einfaldara getur það ekki orðið.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar og fáðu ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.