Fréttir

Húsráð: Svona fægir þú silfrið fyrir jólin

Hreint ehf.

Hreint ehf.

17. desember 2015

Nú er heldur betur farið að styttast í jólin. Flestum finnst eins og jólin komi ekki nema búið sé að þrífa heimilið hátt og lágt. Á jólunum er silfurborðbúnaðurinn dreginn fram á sumum heimilum. En ekki er hægt að setjast við veisluborð nema búið sé að fægja silfrið. Við viljum öll að þrif séu upp á 10 fyrir jólin.Það getur verið vandasamt að pússa silfur.Margrét kann góð ráð
Margrét D. Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, kann öll trikkin í bókinni þegar kemur að þrifum. Bók eftir hana kom út nú um jólin sem heitir Allt á hreinu. Þar gefur hún lesendum góð ráð í örstuttum köflum um hvað eina sem snýr að þrifum á heimilinu.

Auðvitað veit Margrét hvernig best er að hreinsa silfrið fyrir jólin.

Margrét bendir á að þegar talað sé um að það falli á silfrið þá sé átt við að brennisteinn sem getur verið í andrúmsloftinu, í vatni og matvælum (eggjum og lifrarkæfu), hvarfist við silfrið og myndi brúnleita húð á því. Til að losna fallið er gott ráð að bera fægilög á silfurmunina og pússa síðan vel með hreinum og mjúkum klút þar til munurinn, hvort heldur hann er hnífur, gaffall, kertastjaki eða eitthvað annað, glansar og er eins og nýr.

Ef silfrið er mjög óhreint getur þurft að endurtaka ferlið til að fá það skínandi fínt. Ef munirnir eru munstraðir getur þurft að nota mjúkan bursta.

Svona hreinsar þú mataráhöldin
Þegar fægja á mataráhöld þá er gott að þvo þau vel og bursta þau síðan fyrst upp úr sápuvatni en eftir það með hreinu vatni. Mikilvægt er að þurrka borðbúnaðinn vel.

Margrét segir líka að svokallað silfurdipp sé afar auðvelt að nota. Þá er hlutnum sem á að fægja einfaldlega dýft ofan í löginn og hann svo skolaður, þveginn og þurrkaður á eftir.

Handsmíðað silfur og brennt silfur er þó best að fægja með klút og silfurfægilegi. Með dippinu verður allt samlitt og missir silfrið sjarma sinn.

Pakkaðu silfrinu í poka
Margrét mælir með því að geyma silfur í umbúðum, hnífapör í kössum eða sérsniðnum pokum fyrir silfur og þétta vel svo loft komist ekki að. Síðan skuli setja lofttæmda pokann í plastpoka. Stærri hluti er hins vegar best að geyma í plastumbúðum.

Athugið að Margrét tekur sérstaklega fram að til að þvo silfur er best að nota kalt vatn sem hefur verið hitað í potti. Hætt er nefnilega við því að silfurfægingin fari út um þúfur ef hitaveituvatn er notað við þvottinn.

Við hjá Hreint vitum hvað erfiðu blettirnir geta verið erfiðir. Þegar þú lendir í erfiðleikum er gott að vita að hjá okkur í Hreint ættirðu að geta fundið lausnina að vandamálinu þínu.

Næsta húsráð: Baðherbergisþrif