fbpx
Atli
Fréttir

Verðugt verkefni að bjóða byltingarkennda nýjung í sóttvörnum

Atli Örn Jónsson var nýlega ráðinn til starfa hjá Hreint en hlutverk hans er að markaðssetja, kynna og selja nýju NanoSeptic sjálfhreinsandi snertifletina sem slegið hafa í gegn hjá viðskiptavinum okkar. Atli er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

31. desember 2020

Síðasta áratuginn hefur hann starfað við stjórnenda- og sérfræðistörf hjá fyrirtækjum eins og Valitor, Íslandsbanka, Verði tryggingum og Íslenskum verðbréfum.

„Að kynna byltingarkennda nýjung í sóttvörnum er verðugt, þarft og spennandi verkefni,“ segir Atli Örn og bendir á að almennt hafi fyrirtæki og stofnanir hér á landi staðið sig vel í að mæta auknum kröfum starfsfólks og viðskiptavina um auknar sýnilegar sóttvarnir. Nýju NanoSeptic vörurnar séu frábær viðbót og í raun tímamóta lausn í að tryggja betra hreinlæti, draga úr smithættu og auka öryggi.

Aðspurður um viðtökur viðskiptavina segir hann að þær hafi verið frábærar. „Það er gaman að segja frá því að verslunarmiðstöðin Kringlan var einn af fyrstu viðskiptavinum okkar til að taka þær í notkun núna fyrir jólin. Það var liður í að auka sóttvarnir í húsinu og veita gestum Kringlunnar öryggi. Búnaðinn má m.a. finna á hurðum og lyftuhnöppum þar sem fólk fer um.“

En hvernig virka þessar nýju sóttvarnir? „Vörurnar byggja á grænni efnafræði og nanótækni sem hefur verið sannreynd með rannsóknum víða um heim. Þær innihalda ekki eiturefni eða sterkar efnablöndur heldur nanókristala sem framkvæma oxun þegar þeir komast í tæri við ljós. Oxunin losar flötin svo við öll lífræn mengunarefni,“ segir Atli Örn og bendir á að  einungis þurfi að þurrka sjáanleg óhreinindi af fletinum, við daglega eða vikulega ræstingu, með tusku og vatni og að fletirnir virki í 90 daga eða þangað til sjáanleg eyðing er farin að myndast á henni.

Atli Örn hvetur alla þá sem vilja kynna sér þessa frábæru nýjung í sóttvörnum að hafa samband við sig í síma 822 1873 eða með tölvupósti.