Þrif í fyrirtækjum - 5 þrifráð sem bæta vinnuandann
Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð sem bæta vinnuandann

Andaðu léttar alla daga

Við trúum því að góður undirbúningur og skipulagning sé grundvöllur góðra verka og til þess fallið að gera okkur lífið léttara. Andstæða þessa alls er ringulreið sem leiðir til streitu og óöryggis, sem bitnar svo á starfsánægju og lífsgæðum okkar almennt. Hreint og snyrtilegt vinnuumhverfi stuðlar að aukinni ánægju og er nauðsynlegt hverju fyrirtæki. Í slíku umhverfi geta allir andað léttar og liðið vel. Það þarf ekki að vera flókið og kosta mikla fyrirhöfn að halda skrifstofusvæðinu hreinu og þrifalegu. Útsjónarsemi, gott skipulag og einfaldar umgengnisreglur er allt sem þarf.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

11. júlí 2022

Fimm þrifráð sem bæta vinnuandann:

  1. Hver kannast ekki við enska hugtakið „Clean Desk – Clean Mind)? Öll viljum við hafa hreint og þrifalegt í kringum okkur og gott skipulag á hlutunum. Settu skýrar og einfaldar umgengnisreglur á vinnustaðnum, t.d. er varðar frágang á starfssvæðum í lok hvers vinnudags, s.s. að ganga vel frá skrifborðinu, fara með diska og bolla í uppþvottavélina og henda óþarfa pappír í flokkunartunnuna.
  2. Upplýstu starfsfólk um ræstingatíðnina á vinnustaðnum og hvað sé falið í ræstingaþjónustunni. Hafðu ræstingaefni og áhöld á skipulögðu svæði og upplýstu starfsfólk um hvernig það getur nálgast tuskur og ræstiefni til að nota ef þarf.
  3. Sjáðu til þess að gluggar séu þrifnir reglulega að utan sem innan, því birta og útsýni skipta máli fyrir andlega líðan. Faglegur og reglulegur gluggaþvottur viðheldur einnig og styrkir góða ímynd fyrirtækja. Hjá Hreint getur þú fengið tilboð í reglulegan gluggaþvott.
  4. Reglulegar hreingerningar eru nauðsynlegur þáttur í viðhaldi húsnæðis og styðja þær vel við daglegar ræstingar. Viðhald á gólfum er dæmi um slíkar hreingerningar, s.s. grunnhreinsun og bónun gólfa. Fáðu ráðgjöf og tilboð frá sérfræðingum hreint í hreingerningar.
  5. Haltu árlega svokallaðan tiltektardag eða þrifdag þar sem verkefnið er að þrífa allt hátt og lágt og sérstaklega staði sem sjaldan eru þrifnir. Þú getur fengið ráðgjöf hjá sérfræðingum Hreint hvernig best er að standa að slíkum degi.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.