Þrif í fyrirtækjum - 5 þrifráð fyrir skrifborðið þitt
Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð fyrir skrifborðið þitt

Byrjaðu daginn með hreint borð

Hreint og vel skipulagt skrifborð eða vinnustöð skiptir ekki síður máli en hrein og vel skipulögð skrifstofa eða vinnustaður. Það er staðreynd að hreint og þrifalegt umhverfi eykur framleiðni og gott skipulag minnkar stress. Öll viljum við hafa snyrtilegt í kringum okkur og með útsjónarsemi og skipulagi er það lítið mál, og allt verður svo miklu ánægjulegra.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

30. júní 2022

Fimm þrifráð fyrir skrifborðið þitt:

  1. Hafðu bara nauðsynlega hluti á skrifborðinu. Taktu allt upp úr skúffunum, losaðu þig við óþarfa hluti og raðaðu öllu upp á nýtt. Hafðu gott skipulag á snúrum frá raftækjum, t.d. að binda þær saman þannig að þær flæði ekki yfir allt skrifborðið.
  2. Strjúktu reglulega af raftækjum á skrifborðinu með viðeigandi tusku og hreinsiefnum. Ræstingafyrirtæki þrífa ekki raftæki nema þau séu beðin um það sérstaklega.
  3. Fjarlægðu ruslafötu frá skrifborðinu og nýttu flokkunarsvæði fyrir þitt rusl. Ekki flokkað? Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum Hreint um hvernig best sé að flokka.
  4. Vertu með tusku og hreinsiefni í skúffunni. Það einfaldar að hafa allt við höndina!
  5. Endaðu alla daga á að ganga vel frá skrifborðinu þannig að þú komir að því næsta dag hreinu og skipulögðu. Allir hlutir ættu að eiga sinn stað.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.