Þrif í fyrirtækjum - 5 þrifráð fyrir salernið
Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð fyrir salernið á þínum vinnustað

Það skiptir starfsfólk miklu máli að vinnustaðir séu hreinir og snyrtilegir og á það sérstaklega við um salernin. Þau þarf að þrífa reglulega og engan vegin nóg að gera það bara af og til. Enginn vill heldur hafa ólykt á salerninu og því skiptir góð loftræsting miklu máli. Ef starfsfólk upplifir að salernið sé hreint og þrifalegt er það líklegar til að ganga betur um það, sem er auðvitað allra hagur.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

3. júní 2022

Fimm þrifráð fyrir salernið í þínu fyrirtæki:

  1. Verið umhverfisvæn
    Minnkaðu notkun á pappírsþurrkum við vaskinn en þeim fylgir oft sóðaskapur. Hægt er að leigja handklæði á salernið til að minnka notkun á pappír og þvottaþjónusta Hreint sér um að þvo þau reglulega.
  2. Grípið boltann
    Ræsting er mismunandi milli vinnustaða og ef tíðni á salernisræstingu er lítil þarf að passa upp á að tæma rusl sem safnast getur upp á milli ræstinga.
  3. Fyllið á
    Ef tíðni reglulegrar ræstingar á salerninu er lítil þarf að gæta þess að fylla á salernispappír og handþurrkur á milli ræstinga, ef þær eru notaðar, og á handsápuna.
  4. Góð lykt = Hreinlæti
    Mikilvægt er að góð lykt sé á salerninu og til eru fjölmargar leiðir til að salernið lykti af hreinlæti t.d. kerti, sjálfvirk sprey og ilmolíur. Einföld leið til að eyða ólykt úr herbergi er góð loftræsting eða að nota edik.
  5. Nýtið tæknina
    Notaðu það sem tæknin hefur upp á að bjóða. Það er fjölmargt sem getur aðstoðað við hreinlætið, t.d. sjálfvirkir hurðaopnarar, sjálfsturtandi klósett, snertilausar ruslatunnur og margt fleira. Snertilausar lausnir vinna gegn því að vírusar og bakteríur dreifist milli fólks og getur fækkað veikindadögum.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.