Fréttir

Skipulag ræstinga er lykilatriði

Þegar óskað er eftir tilboði mæta sérfræðingar Hreint í fyrirtæki þitt og meta þörfina, hvernig best er að hátta ræstingunum og setja upp áætlun sem er hagkvæm, skilvirk og auðskiljanleg en það er lykillinn að hagstæðri ræstingu.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

2. mars 2020

Þaulreynt verklag í 36 ár

Þegar fyrirtæki leita tilboða hjá  Hreint í reglulega ræstingu byrjum við á því að skilgreina ræstiþörfina en hátt gæðastig fæst með góðu skipulagi og úttektum. Við vitum að reglulegar ræstingar skipta miklu máli og þar spilar gott skipulag lykilhlutverki í vönduðu þjónustustigi og lægri kostnaði og því skiptir máli að vanda vel til verka strax í upphafi. Að lokinni nákvæmri úttekt og greiningu, sem unnin er í samráði við viðskiptavini, sendum við ítarlegt og skýrt tilboð þar sem framkvæmdin og kostnaðurinn er útlistaður.

Eftir að tilboði er tekið veljum við viðskiptastjóra í verkið sem mætir á staðinn ásamt sölumanni Hreint og er vel farið yfir verkefnið svo allir hafi sama skilning á því. Þetta er lykilatriðið í að skapa sömu sýn frá fyrsta degi. Þegar reglulegar ræstingar hefjast mætir ræstingastjóri á staðinn með starfsmanni og fylgir honum eftir í verkefninu eins lengi og þurfa þykir. Þetta verklag er forsenda gæða og góðra verka og hefur skilað okkur ánægðum viðskiptavinum í yfir 35 ár.

Hafðu samband við okkur strax í dag og komdu þínum ræstingamálum í gott horf.