gluggþvottur
Fréttir

Hvernig er útsýnið hjá þér?

Þann 20. mars síðastliðinn voru vorjafndægur en þá er sól beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt jafnlöng um alla jörð. Skammdeginu er því formlega lokið og framundan eru bjartir vor- og sumardagar. Með hækkandi sól og aukinni birtu koma óhreinindi vetrarins betur í ljós og því er það engin tilviljun að margir taka til hendinni á þessum árstíma.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

22. mars 2023

Gluggaþvottur er þar engin undantekning en hann á að vera sjálfsagður hlutur af eðlilegu viðhaldi og þrifum fasteigna þar sem gluggaþrif draga úr skaðlegum áhrifum af völdum veðurs. Faglegur og reglulegur gluggaþvottur viðheldur jafnframt og styrkir góða ímynd fyrirtækja, bætir útsýnið og eykur almennt vellíðan starfsfólks, auk þess sem að viðskiptavinir sjá að vel er hugsað um fyrirtækið.

Hreint býður upp á faglegan og reglulegan gluggaþvott fyrir fyrirtækið þitt. Stór hluti viðskiptavina okkar kjósa að hafa gluggaþvott í áskrift og þurfa því ekki að huga að því oft á ári hvort nú sé rétti tíminn fyrir gluggaþvottinn. Við aðstoðum þig til að meta þörfina yfir árið og mætum svo eftir samkomulagi.

Viltu frekar framkvæma hann sjálfur? Hér eru fimm þrifráð til að fylgja! 

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif– og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.