Þrif í fyrirtækjum - 5 þrifráð fyrir gluggaþvott
Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð fyrir gluggaþvott

Við hjá Hreint erum snjöll í gluggaþrifum enda vitum við að gluggar eru mikilvægur hluti af ásjónu vinnustaða, að utan sem innan. Hreinir gluggar gefa vinnustaðnum lit og líflegri ásýnd og náttúruleg birta á óhindrað leið inn í rými. Þá verður vellíðan starfsfólks meiri og viðskiptavinir sjá að vel er hugsað um fyrirtækið.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

15. september 2022

Faglegur og reglulegur gluggaþvottur viðheldur líka og styrkir góða ímynd fyrirtækisins, bætir útsýnið og dregur úr skaðlegum áhrifum af völdum veðurs.

Best er að hafa gluggaþrif í áskrift hjá ræstingafyrirtæki en ef þið kjósið að halda gluggunum hreinum sjálf eru hér nokkur snjöll ráð sem við viljum segja ykkur frá til að létta ykkur verkið.

Fimm þrifráð fyrir gluggaþrif:

  1. Þrífið ekki gluggana þegar sólin skín á þá. Ef gluggar eru þvegnir í sól þornar glerið of hratt og glugginn verður kámugur og taumar geta myndast.
  2. Notið rétt efni við gluggaþrifin. Ef gluggarnir eru mjög skítugir mælum við með að nota nokkra dropa af uppþvottalegi í volgt vatn. Best er að þrífa gluggana með svampi og nota gluggasköfu til að skafa vatnið af rúðunni.
  3. Rétt tækni er lykilatriði í gluggaþvotti. Gætið þess að beita sköfunni alltaf í sömu átt, því annars getur rúðan strikast. Byrjið efst í hægra horni og vinnið ykkur til hliðar, niður að strikinu og þvert yfir. Endurtakið þangað til þið eruð kominn neðst. Notið svo tusku til að fjarlægja tauma úr hornum.
  4. Notið rykkúst því hann er frábær til að strjúka ryk reglulega úr gluggum, gluggatjöldum og gluggakistum. Rykkústur viðheldur hreinum gluggum lengur.
  5. Örtrefjaklútar geta bjargað málum í gluggaþrifum. Til að fjarlægja kám, smá bleytu eða aðra bletti úr gluggum er best að nota þurran örtrefjaklút.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.