Svansmerkt ræstingaþjónusta þýðir að starfsemin og þrifin eru byggð á ströngum kröfum og markmiðum sem vottun Svansins byggir á. Hún tekur m.a. á efnanotkun, efnategundum, úrgangsflokkun og eldsneytisnotkun ræstingafyrirtækja. Þessar kröfur og markmið eru í sífelldri endurskoðun og þannig tryggir vottunin að fyrirtækin eru sífellt að leita leiða til að standa sig betur fyrir umhverfið og heilsuna.
Með því að velja Svansvottaða græna ræstingaþjónustu getur fyrirtækið þitt dregið úr umhverfisáhrifum af starfseminni og skapað öruggara og heilbrigðara vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Þá getur þú einnig verið vissum að ræstingaþjónustan er sífellt að leita nýrra leiða til að gera betur gagnvart umhverfinu.