Fréttir

Yfirlýsing í kjölfar frétta af starfsemi Hreint á Landspítalanum

Hreint ehf.

Hreint ehf.

19. nóvember 2014

Vegna umfjöllunar um meinta óanægju starfsmanna fyrirtækisins á LSH í Fossvogi, aðstæður þeirra, kjör ofl. vegna vinnu sinnar þykir okkur rétt að koma eftirfarandi á framfæri.

Í kjölfar athugasemda starfsmanna þann 5 nóvember síðastliðinn var boðað til fundar samdægurs og málin sett í farveg. Sex dögum síðar var boðað til annars starsfmannafundar til að fara yfir hvaða úrlausnir fyrirtækið myndi bjóða til að svara umkvörtunarefnunum og leysa þau. Boðið var upp á túlk, rétt eins og á fyrri fundi.

Hvað varðar aðkomu fulltrúa Eflingar á þann fund, þá reyndist það á misskilningi byggt að honum hafi verið boðin seta á starfsmannafundinum, enda slíkt ekki vaninn þegar um starfsmannafundi er að ræða. Það var rætt við viðkomandi sem baðst afsökunar á þeim misskilningi og óskaði okkur velfarnaðar í að leysa málin. Yfirlýsingar fulltrúans sem nú birtast í fjölmiðlum um að sér hafi verið vikið af fundi, koma okkur því reglulega á óvart.

Stærstu mál starfsmannafundarins reyndust vera eftirfarandi:

1. Starfsfólkið taldi sumar aðstæður á spítalanum vera hættulegar þannig að þau þyrftu á bólusetningu að halda.
Niðurstaða: Starfsfólkinu var boðin bólusetning til að fjarlægja allan efa.

2. Starfsfólk taldi greiðslur fyrir ákveðin sérverkefni/aukaverk vera lága.
Niðurstaða: Það er í skoðun og er skoðað jákvætt.

3. Starfsfólk taldi launseðla vera óskýra og ekki veita fullnægjandi upplýsingar.
Niðurstaða: Verið er að vinna að lagfæringum seðlanna svo þeir verði skýrari.

Í tengslum við þetta var öllum starfsmönnunum boðið á fræðslu í sýkingarvörnum síðastliðinn föstudag, flutta af sérfræðingi á sviðinu sem einnig talar móðurmál flestra starfsmannana.

Hreint hefur í þrjátíu ára sögu sinni ávalt lagt áherslu á gott samstarf við alla aðila vinnumarkaðirns, ekki síst verkalýðsfélög enda sameiginlegir hagsmunir aðila mun ríkari en þeir sem stundum skilja menn af. Þetta mál starfsmanna Hreint á LSH er leyst í þeim anda. Efling hefur ekki haft samband við fyrirtækið með meint ágreiningsmál en ef þau gera það verður unnið hratt og vel að lausn í góðu samstarfi.