5 þrifráð fyrir eldhúsið
Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð fyrir eldhúsið

Umgengnin í eldhúsum margra vinnustaða getur oft verið skrautleg, sérstaklega þar sem margir fara um. Þá skiptir máli að hafa gott skipulag og umgengnisreglur til að eldhúsið haldist hreint og þrifalegt öllum til ánægju. Við bjóðum ykkur upp á 5 þrifráð sem létta ykkur lífið. 

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

12. maí 2022

Fimm þrifráð fyrir eldhúsið í þínu fyrirtæki:

  1. Skýrar og einfaldar umgengnisreglur
    Setjið einfaldar reglur sem allir geta fylgt og ýta undir hreinlæti á vinnustaðnum.Til dæmis að fólk setji alltaf leirtau í uppþvottavélina eða vaski strax upp eftir sig og að ísskápur sé tæmdur vikulega. Ekkert flókið!
  2. Skipaðu umsjónarfólk
    Hafið yfirmann eldhúsmála fyrir hvern dag. Þeir gætu t.d. komið frá hverri deild eða svæði í húsinu og hefðu þeir yfirumsjón með hverjum degi eða viku. Umsjónaraðili gæti t.d. passað að uppþvottavél sé sett í gang í lok dags, að ruslið sé tæmt og að þurrkað sé af borðum. Miklu betra að deila ábyrgðinni!
  3. Minnkum pappír!
    Verum umhverfisvæn og minnkum pappírsnotkun, t.d. með því að leigja tuskur eða handklæði sem þvegin eru reglulega í þvottaþjónustu Hreint.
  4. Flokkið!
    Fáðu flottar litmerktar og áberandi flokkunartunnur og leggðu línurnar fyrir flokkun á ruslinu. Þú getur fengið ráðgjöf í flokkun hjá sérfræðingum Hreint.
  5. Auðvelt aðgengi að ræstingaefnum
    Hafðu aðgang að ræstingaefnum á skipulögðu svæði og upplýstu starfsfólk um hvernig það getur nálgast tuskur og ræstiefni til að nota ef þarf.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.