Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð fyrir sótthreinsun

Stjórnendur þurfa að huga vel að hreinlæti og sóttvörnum í fyrirtækjum sínum og lágmarka smithættu. Það er á ábyrgð vinnuveitenda að starfsfólk geti fundið sig öruggt á vinnustaðnum sínum og að viðskiptavinir sem sækja fyrirtæki og stofnanir heim geti treyst því að þar sé vel hugað að sóttvörnum og hreinlæti.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

12. október 2022

Sótthreinsum sameiginlega snertifleti

Sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum var áberandi í COVID faraldrinum en hún er fljótleg og örugg leið til að ná árangri í að draga úr smithættu milli fólks á vinnustaðnum án mikils kostnaðar eða undirbúnings. Best er að sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum sé gerð reglulega af ræstingafyrirtæki en ef þið kjósið að framkvæma hana sjálf eru hér nokkur ráð sem við viljum segja ykkur frá til að létta ykkur verkið.

Fimm þrifráð fyrir sótthreinsun:

  1. Þrífið og sótthreinsið lyklaborð, mýs og símtæki reglulega. Margir vinnustaðir eru komnir með færanleg og fjölnota vinnusvæði og þessi vinnutæki eru oft notuð af mörgum.
  2. Fjarstýringar í fundarherbergjum fara oft um margar hendur og þess vegna er nauðsynlegt að sótthreinsa þær reglulega milli funda.
  3. Hurðahúnar, ljósarofar, handföng á kæliskápum, skápum og skúffum eru algengir snertifletir sem gott er að þrífa og sótthreinsa reglulega.
  4. Kaffivél og prentari eru tæki sem mikil umgengni er um og margir snerta. Þess vegna borgar sig að þrífa og sótthreinsa þessi tæki reglulega.
  5. Farsímar geta auðveldlega dreift bakteríum milli fólks enda fara þeir víða s.s. frá heimili yfir á skrifborð vinnustaða og þaðan kannski í matsal eða ræktina, í bílinn o.s.frv. Nauðsynlegt er að þrífa og sótthreinsa farsímann sinn reglulega.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.