Fréttir

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð fyrir skrifstofusvæðið

Hreint og snyrtilegt vinnuumhverfi stuðlar að aukinni ánægju starfsfólks sem þar vinnur og er nauðsynlegt hverju fyrirtæki. Það þarf ekki að vera flókið og kosta mikla fyrirhöfn að halda skrifstofusvæðinu hreinu og þrifalegu. Útsjónarsemi, gott skipulag og einfaldar umgengnisreglur er allt sem þarf.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

24. maí 2022

Fimm þrifráð fyrir skrifstofuna í þínu fyrirtæki:

  1. Ekkert rusl
    Fjarlægðu ruslatunnur frá skrifborðum og settu upp skilgreindar flokkunartunnur á ákveðnum svæðum.
  2. Takið af ykkur skóna
    Ef þess er kostur er góð umgengnisregla að starfsfólk fari úr skóm á skilgreindu svæði og noti inniskó en þannig er hægt að minnka að óhreinindi berist inn og um alla skrifstofuna.
  3. Ekki bara mottur í mars
    Mottur geta skipt sköpum í að hefta að óhreinindi berist inn á skrifstofuna. Góð gólfmotta t.d. í anddyrinu eða þar sem ágangur er mestur getur gert gæfumuninn. Nauðsynlegt er svo að hreinsa mottur reglulega svo þær geri sitt gagn. Fáðu ráðgjöf í mottum frá sérfræðingum Hreint.
  4. Tuskaðu þig í gang
    Settu tuskur í skrifborðsskúffur hjá starfsfólki eða á skilgreind svæði þannig að hægt sé að nálgast þær með einföldum hætti. Það er ótrúlegt hversu jákvæð áhrif það hefur að starfsfólk geti gripið í hreinsiefni og tuskur með þægilegu móti og þrifið þannig sjálft í kringum sig.
  5. Taka saman
    Það er góð regla að biðja starfsfólk um að ganga vel frá starfssvæðum sínum í lok hvers vinnudags, t.d. að ganga vel frá skrifborðinu, fara með diska og bolla í uppþvottavélina og henda óþarfa pappír í flokkunartunnuna.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag