Góð verklýsing og teikningar skipta miklu máli við ræstingar
Fréttir

Þarf að endurskoða ræstinguna fyrir haustið?

Við hjá Hreint erum alltaf jafn undrandi hvað sumarið líður fljótt því áður en við vitum af er byrjað að hausta. Þess vegna er gott að byrja að huga að góðri haust áætlun, því við vitum að þrifin gera sig ekki sjálf og það þarf útsjónarsemi og gott skipulag til að halda umhverfinu í kringum okkur hreinu og þrifalegu.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

14. ágúst 2023

Gott skipulag sem inniheldur reglulegar ræstingar sparar fjármuni, vinnu og orku. Hér er um nauðsynlegt viðhald að ræða og engum dettur í hug að lítið eða ekkert viðhald spari peninga þegar til lengri tíma er litið.

Við hjá Hreint hvetjum ykkur eindregið til þess að nýta sumarið til að íhuga hvernig ræstingum skuli vera háttað í haust. Er kominn tími til að gera breytingar? Er verið að vinna eftir gömlum samningum eða gömlum þörfum?

Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif– og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Þegar óskað er eftir tilboði mæta sérfræðingar Hreint og meta þörfina, hvernig best er að hátta ræstingunum og setja upp áætlun sem er hagkvæm, skilvirk og auðskiljanleg en það er lykillinn að hagstæðri ræstingu. Gerist ekki einfaldara!

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag!