Fréttir

Svona á klósettrúllan að snúa

Við hjá Hreint framkvæmdum óvísindalega könnun á Facebook síðu okkar um hvernig klósettrúllan á að snúa á klósettrúlluhaldaranum. Niðurstöðurnar voru afgerandi og má segja að það sé engum blöðum um það að fletta hvað þjóðinni finnst.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

2. desember 2016

Við hjá Hreint framkvæmdum óvísindalega könnun á Facebook síðu okkar um hvernig klósettrúllan á að snúa á klósettrúlluhaldaranum. Niðurstöðurnar voru afgerandi og má segja að það sé engum blöðum um það að fletta hvað þjóðinni finnst.

Meira en 200 manns tóku þátt með því að skrifa athugasemd og þó nokkrir veldu valkostinn A, sum sé að rúllan sneri aftur, en yfirgnæfandi meirihluti er þeirrar skoðunar að rúllan eigi að snúa fram.

Við fengum líka fleiri skemmtileg svör, margir vilja geyma klósettrúlluna á vatnskassanum, ofan á þvottakörfunni  eða vaskinum eða jafnvel í gluggakistunni. Sennilega er það nú svo að ekkert rétt svar er við spurningunni og við hjá Hreint ætlum að bíða með að setja ákveðna línu með þetta á námskeiðunum okkar.

Það var líka skemmtilegt að sjá að þessi óvísindalega könnun okkar vakti svo mikla athygli á samfélagsmiðlum að fréttamiðlar skrifuðu um hana. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og okkur hlakkar til að bregða aftur á leik með ykkur síðar.