Vel þrifið og bónað gólfefni
Fréttir

Sumarið er tíminn fyrir viðhald

Á sumrin tökum við eftir því að viðskiptavinir fara gjarnan yfir ástand húsnæðis til að meta hvort þurfi að fara í viðhald eða þá viðhafa undirbúning fyrir haustið. Reglulegar hreingerningar er nauðsynlegur þáttur í viðhaldi húsnæðis og styðja þær vel við og einfalda daglegar ræstingar og önnur þrif.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

6. júlí 2023

Með reglulegu viðhaldi myndast sparnaður sem myndi annars fara í stærri viðhaldsverkefni, sem er alltaf gott að sleppa við með tilliti til tíma og kostnaðar.

Viðhald á gólfefnum er ein af algengustu hreingerningum sem við framkvæmum. Þegar sérfræðingur okkar kemur til þín gerir hann ástandsskoðun á húsnæðinu og greinir viðhaldsþörfina. Til dæmis hvort nóg sé að grunnhreinsa og bóna gólf eða hvort nauðsynlegt sé að fara í umfangsmeiri aðgerð að bónleysa og bóna gólfið aftur. Við sérsníðum svo tilboð til þín með ítarlegri verklýsingu um hvað sé innifalið í verkinu og hvenær það skal unnið. Einfaldara getur það ekki orðið.

Við hjá Hreint hugum að umhverfinu

Hreint er eitt elsta og stærsta fyrirtæki á sviði ræstinga á Íslandi og hefur verið Svansvottað síðan 2010. Við seljum líka Svansvottaðar hreinlætisvörur til fastra viðskiptavina okkar á einstaklega hagstæðu verði og dreifum þeim frítt. Við leggjum mikla áherslu á frábæra þjónustu og gæði verka okkar.

Við hjá Hreint elskum öll þrif

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif– og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis, ekkert verkefni er of stórt fyrir okkur og ekkert er of smátt.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.