Fréttir

Starfsmenn heiðraðir á jólaskemmtun Hreint

Gleðin var við völd á árlegu jólakaffi Hreint í ár, sem haldið var á dögunum í Auðbrekku. Starfsfólki, fjölskyldum þess og birgjum var boðið og var metmæting, meira en 100 manns þáðu góðar veitingar. Auðvitað var mikið um skemmtun fyrir börnin enda eru jólin hátíð barnanna. Starfsmenn fengu jólagjafir sínar afhentar og starfsaldursviðurkenningar voru veittar.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

13. desember 2017

Gleðin var við völd á árlegu jólakaffi Hreint í ár, sem haldið var á dögunum í Auðbrekku. Starfsfólki, fjölskyldum þess og birgjum var boðið og var metmæting, meira en 100 manns þáðu góðar veitingar. Auðvitað var mikið um skemmtun fyrir börnin enda eru jólin hátíð barnanna. Starfsmenn fengu jólagjafir sínar afhentar og starfsaldursviðurkenningar voru veittar.

Við hjá Hreint erum stolt af því að hjá okkur starfa margir starfsmenn sem hafa háan starfsaldur. Við veittum starfsaldursviðurkenningar við þetta tækifæri og fengu 17 starfsmenn viðurkenningar. Hvorki meira né minna en 10 starfsmenn fengu viðurkenningu fyrir fimm ár í starfi, fjórir fengu viðurkenningu fyrir 10 ár í starfi tveir starfsmenn voru heiðraðir fyrir 15 ár í starfi og einn fékk viðurkenningu fyrir 20 ár í starfi. Að auki var einn starfsmaður heiðraður við starfslok vegna aldurs en hann fékk gjafakörfu ásamt þökkum fyrir frábært samstarf í 10 ár.

Hreint hefur starfstöðvar víða um land og því buðum við líka til jólakaffis á Austurlandi og Norðurlandi. Vel var mætt á þessar skemmtanir og voru allir viðstaddir ánægðir með samverustundirnar.

Við hjá Hreint þökkum öllum sem mættu til þessarar frábæru samverustundir sem voru svo sannarlega góð byrjun á aðventunni.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum